Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Öflug, en allt of stutt
Það er alltaf gaman að skoða gömlu myndirnar frá Don Bluth, því maðurinn hefur ótrúlega mikinn kjark þegar kemur að myrku útliti, söguþræði og aðstæðum. Af þeim myndum sem ég hef séð frá honum eru fáar vestrænar teiknimyndir sem hægt er að bera saman við hans myndir, og The Land Before Time er ekki undantekning.
Reyndar get ég ekki sagt mikið um þessa mynd því aðalgalli hennar er að hún er ALLT of stutt. Fyrir mér er lágmarklengd fyrir mynd um 75 mínútur en The Land Before Time er einungis um klukkutími. Á meðan þetta hefur ekki stór áhrif á söguþráðinn þá hefði auðveldlega verið hægt að bæta við myndina með því að bæta við byggingu sumra karaktera eða gefið fleiri þróun.
Þegar kemur að útliti og spennu er það þar sem myndin skýn mest, enda er hvort tveggja til fyrirmynda. Don Bluth kemur með sitt einkennandi myrka útlit út myndina og spennan er á tímapunkti drullugóð, sérstaklega í byrjun og klæmaxi myndarinnar. Dramað var líka gott inn á milli og myndin er ekki lengi að koma sér að sorglegu atriði (sem er vel þunglyndislegt, ekki langt frá því mesta frá Disney).
Af aðalkarakterunum, þá eru 4 ágætlega minnugir. Ducky, Petrie, Cera og Littlefoot. Myndin fókuserar mest að Littlefoot sem mér líkaði vel við og Cera er sá karakter sem fær mestu þróun í gegnum myndina (reyndar eru bara hún og Littlefoot sem fá einhverja þróun sökum hversu stutt myndin er). Ducky og Petrie eiga samt sín atriði.
Það er leiðinlegt hversu stutt myndin er, en það breytir ekki því að hún tekur áhorfandann alvarlega, bæði með spennuni og karakterunum, og að mínu mati á hún skilið lága 8.
8/10
Það er alltaf gaman að skoða gömlu myndirnar frá Don Bluth, því maðurinn hefur ótrúlega mikinn kjark þegar kemur að myrku útliti, söguþræði og aðstæðum. Af þeim myndum sem ég hef séð frá honum eru fáar vestrænar teiknimyndir sem hægt er að bera saman við hans myndir, og The Land Before Time er ekki undantekning.
Reyndar get ég ekki sagt mikið um þessa mynd því aðalgalli hennar er að hún er ALLT of stutt. Fyrir mér er lágmarklengd fyrir mynd um 75 mínútur en The Land Before Time er einungis um klukkutími. Á meðan þetta hefur ekki stór áhrif á söguþráðinn þá hefði auðveldlega verið hægt að bæta við myndina með því að bæta við byggingu sumra karaktera eða gefið fleiri þróun.
Þegar kemur að útliti og spennu er það þar sem myndin skýn mest, enda er hvort tveggja til fyrirmynda. Don Bluth kemur með sitt einkennandi myrka útlit út myndina og spennan er á tímapunkti drullugóð, sérstaklega í byrjun og klæmaxi myndarinnar. Dramað var líka gott inn á milli og myndin er ekki lengi að koma sér að sorglegu atriði (sem er vel þunglyndislegt, ekki langt frá því mesta frá Disney).
Af aðalkarakterunum, þá eru 4 ágætlega minnugir. Ducky, Petrie, Cera og Littlefoot. Myndin fókuserar mest að Littlefoot sem mér líkaði vel við og Cera er sá karakter sem fær mestu þróun í gegnum myndina (reyndar eru bara hún og Littlefoot sem fá einhverja þróun sökum hversu stutt myndin er). Ducky og Petrie eiga samt sín atriði.
Það er leiðinlegt hversu stutt myndin er, en það breytir ekki því að hún tekur áhorfandann alvarlega, bæði með spennuni og karakterunum, og að mínu mati á hún skilið lága 8.
8/10