Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hressandi teiknimynd
Anastasia er ein af fáum teiknimyndum ekki frá Disney sem er í flokki með þessum klassísku teiknimyndum hjá manni. Myndin er sögulegur skáldskapur, hún er byggð á goðsöguni um að Anastasía dóttir Rússlandskeisara hafi lifað af þegar öll fjölskylda hennar var drepin.
Í upphafi myndarinnar fær maður að sjá hvernig Anastasía flúði úr vetrarhöllinni þegar var ráðist inn til að ná í fjölskyldu hennar. Hún flýr með ömmu sinni en dettur úti á götu og endar á munaðarleysingjahæli þar sem hún dvelur næstu 10 árin. Þegar hún er 18 ára gömul fær Anya loksins að fara frá munaðarleysingjahælinu. Þá vill hún komast að því hver hún er þar sem hún missti minnið við það að detta. Með hjálp Dimitris, Vlads og krúttlega hundsins Púka fer hún að leita fjölskyldu sinnar og fortíðar, en vondi kallinn Raspútín er alltaf á eftir þeim.
Anastasía er frábær teiknimynd sem bæði ungir og gamlir geta haft gaman af. Maður á ekki að taka sögunni of bókstaflega en það er samt vel hægt að njóta hennar. Endirinn á henni er svolítið flippaður en annars er myndin mjög hressandi og fyndin.
Anastasia er ein af fáum teiknimyndum ekki frá Disney sem er í flokki með þessum klassísku teiknimyndum hjá manni. Myndin er sögulegur skáldskapur, hún er byggð á goðsöguni um að Anastasía dóttir Rússlandskeisara hafi lifað af þegar öll fjölskylda hennar var drepin.
Í upphafi myndarinnar fær maður að sjá hvernig Anastasía flúði úr vetrarhöllinni þegar var ráðist inn til að ná í fjölskyldu hennar. Hún flýr með ömmu sinni en dettur úti á götu og endar á munaðarleysingjahæli þar sem hún dvelur næstu 10 árin. Þegar hún er 18 ára gömul fær Anya loksins að fara frá munaðarleysingjahælinu. Þá vill hún komast að því hver hún er þar sem hún missti minnið við það að detta. Með hjálp Dimitris, Vlads og krúttlega hundsins Púka fer hún að leita fjölskyldu sinnar og fortíðar, en vondi kallinn Raspútín er alltaf á eftir þeim.
Anastasía er frábær teiknimynd sem bæði ungir og gamlir geta haft gaman af. Maður á ekki að taka sögunni of bókstaflega en það er samt vel hægt að njóta hennar. Endirinn á henni er svolítið flippaður en annars er myndin mjög hressandi og fyndin.
Anastasia er alveg ágæt en það er eitthvað sem ég skyl ekki við hana.Ég sveit ekki hvað það er.þetta er alveg ágæt mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
3. apríl 1998