Náðu í appið
Arthur

Arthur (2011)

"Meet the world's only loveable billionaire."

1 klst 50 mín2011

Arthur Bach hefur aldrei tekið sjálfstæða ákvörðun á ævi sinni.

Rotten Tomatoes27%
Metacritic36
Deila:
7 áraBönnuð innan 7 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Arthur Bach hefur aldrei tekið sjálfstæða ákvörðun á ævi sinni. Fóstran hans, Hobson, sér yfirleitt um það ef móðir hans er ekki búin að því fyrir. Ekki að hann þurfi þess. Hans bíður að erfa fyrirtæki fjölskyldunnar og þar með milljarða, giftast hinni metnaðarfullu athafnakonu Susan Johnson og lifa hamingjusamlega upp frá því á peningum sem ákvarðanir annarra skaffa honum. Þangað til þarf hann bara að eyða vasapeningunum, halda áfram að heilla kvenfólk upp úr skónum og treysta á að Hobson haldi honum frá vandræðum, eins og venjulega. Vandamálið er bara að hann langar ekkert að giftast Susan Johnson. Hann er skotinn í Naomi Quinn, leiðsögumanni sem fangað hefur hug hans og hjarta. Móðir hans hatar hana hinsvegar og hótar að gera hann arflausan ef Susan verður ekki fyrir valinu. Innblásinn af anda Naomi og studdur af hinni tryggu Hobson leggur Arthur allt undir í stærsta veðmáli lífs síns og veðjar á ástina. Þá er bara að fá sér vinnu. Bíddu vó, vinnu?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Jason Winer
Jason WinerLeikstjóri

Aðrar myndir

Peter Baynham
Peter BaynhamHandritshöfundurf. -0001
Steve Gordon
Steve GordonHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS
MBSTUS
BenderSpinkUS

Gagnrýni notenda (1)

Ónauðsynleg - og hálf sofandi - endurgerð

★★☆☆☆

Ég er ekki á móti endurgerðum nema þegar þær eru í hættu á því að skemma eitthvað íkonískt eða þegar þær hafa ekkert merkilegt til að bæta við gamla efnið. Seint mun ég segja ...