Fínn söguþráður með geðveikum húmor
Myndin sem hefur komið mér mest á óvart á þessu ári: Bridesmaids! Fyrst hugsaði ég að hérna var enn ein stelpumyndin, svo sá ég auglýsinguna sem var nett fyndin án þess að sýna bestu...
"Save the Date"
Lillian og Annie eru bestu vinkonur og hafa verið það í langan tíma.
Bönnuð innan 12 ára
Kynlíf
BlótsyrðiLillian og Annie eru bestu vinkonur og hafa verið það í langan tíma. Þegar Lillian finnur svo loks draumaprinsinn og ákveður að giftast honum tekur Annie, sem sjálf hefur aldrei náð að finna ástina, að sér hlutverk aðalbrúðarmærinnar með ánægju. Ánægjan breytist þó fljótlega í skelfingu og örvæntingu þegar Annie kemst að því hvað hún þarf að gera sem brúðarmær. Fyrsta verkefnið, að safna saman vinkonum Lillian, sem eru allar af sitthvoru sauðahúsinu, er nógu erfitt. Svo er eftir að skipuleggja alla þá viðburði sem brúðkaupinu fylgja; að velja brúðarkjólinn, halda brúðarveislu, halda friðinn innan brúðarmeyjahópsins og síðast en ekki síst: að skipuleggja gæsapartíið. Stefnan er tekin til Las Vegas ...


Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, Melissa McCarthy fyrir bestan leik í aukahlutverki og fyrir besta handrit.
Myndin sem hefur komið mér mest á óvart á þessu ári: Bridesmaids! Fyrst hugsaði ég að hérna var enn ein stelpumyndin, svo sá ég auglýsinguna sem var nett fyndin án þess að sýna bestu...
Ef þú ert karlmaður og varst jafnlítið hrifinn af Sex and the City-myndunum og ég þá myndi ég segja þér að gefa Bridesmaids séns. Hún er akkúrat það sem við vildum óska að þær my...