Náðu í appið
Beverly Hills Chihuahua 2

Beverly Hills Chihuahua 2 (2011)

"The family just got bigger."

1 klst 23 mín2011

Beverly Hills Chihuahua segir áfram frá ævintýrum Chihuahua-hundanna Papi og Chloe, sem nú eru gift og hafa eignast 5 fjöruga og lífsglaða hvolpa.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Beverly Hills Chihuahua segir áfram frá ævintýrum Chihuahua-hundanna Papi og Chloe, sem nú eru gift og hafa eignast 5 fjöruga og lífsglaða hvolpa. Þeir eru reyndar svo uppátækjasamir að foreldrarnir eiga í mestu vandræðum með að hafa stjórn á þeim, því það er erfitt að stöðva fimm hvolpa í einu í að hlaupa um húsið og henda niður dýrum munum eða óhreinka sig við einhver prakkarastrikin utandyra. Þegar mannfólkið eigendur þeirra lendir skyndilega í miklum vandræðum í lífi sínu sér hundafjölskyldan fram á erfiða tíma geri þau ekkert í málinu. Einn í hópnum fær þá þá hugdettu að taka þátt í hundasýningu, sem er nokkurs konar fegurðarsamkeppni fyrir hunda, til að bjarga fjármálunum. Hins vegar gæti það reynst erfitt fyrir jafn óheflaða hunda og þessa að koma nógu vel fyrir til að sigra slíka keppni...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Walt Disney Home VideoUS