Náðu í appið
La Ronde

La Ronde (1950)

Hringekjan

"A Wonderful Merry-Go-Round of Love With Eleven Stars"

1 klst 37 mín1950

Vændiskona krækir í hermann sem síðan sjarmerar þjónustustúlku sem svo er forfærð af húsbónda sínum – og þannig gengur það hring eftir hring eins og...

Rotten Tomatoes94%
Metacritic82
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Söguþráður

Vændiskona krækir í hermann sem síðan sjarmerar þjónustustúlku sem svo er forfærð af húsbónda sínum – og þannig gengur það hring eftir hring eins og boðhlaup þar til í lokin að greifi nokkur nýtur ásta með vændiskonunni sem birtist okkur fyrst og sagan hefur náð í skottið á sjálfri sér. Þessi glæsilegi strúktúr nær bæði að lýsa forgengileika þeirra ástríðna sem grípur mennina sem og þrautseigju ástríðunnar sjálfrar sem hreyfiafls mannlegrar tilveru. Ástin endist ekki en fær heiminn engu að síður til að snúast hring eftir hring.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Films Sacha Gordine