Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Planet Hulk 2010

Will he save their world or destroy it?

81 MÍNEnska

Teiknimyndin Planet Hulk hefst um borð í geimskutlu á leið burt frá Jörðinni, en þar er hinn ógurlegi Hulk bundinn. Hefur hann verið sendur í útlegð frá plánetunni okkar af hans eigin félögum, Iron Man og hinum Avengers-hetjunum, vegna skapofsans sem kemur honum í meira klandur en hann getur leyst. Geimskutlan brotlendir á fjarlægri plánetu þar sem grimmur... Lesa meira

Teiknimyndin Planet Hulk hefst um borð í geimskutlu á leið burt frá Jörðinni, en þar er hinn ógurlegi Hulk bundinn. Hefur hann verið sendur í útlegð frá plánetunni okkar af hans eigin félögum, Iron Man og hinum Avengers-hetjunum, vegna skapofsans sem kemur honum í meira klandur en hann getur leyst. Geimskutlan brotlendir á fjarlægri plánetu þar sem grimmur einræðisherra ræður ríkjum og er Hulk handsamaður og honum komið fyrir meðal skylmingaþræla, sem berjast fyrir lífi sínu gegn alls kyns dýrum, vélum og skrímslum í hringleikahúsum, áhorfendum til skemmtunar. Hulk kallar hins vegar ekki allt ömmu sína og er ekki lengi að rústa andstæðingunum. Við það fer hann að vekja athygli andspyrnuleiðtoga sem telur að Hulk sé bjargvættur heimsins gegn illum öflum hans. En getur hinn uppstökki Hulk beitt kröftum sínum til góðs?... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn