Náðu í appið
Hulk Vs.

Hulk Vs. (2009)

Hulk vs. Thor, Hulk vs. Wolverine

"Twice the carnage. Double the smash."

1 klst 18 mín2009

Teiknimyndin Hulk Vs.

Rotten Tomatoes100%
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Teiknimyndin Hulk Vs. er með tvískiptri sögu, þar sem ofurhetjan skapbráða, hinn græni Hulk, berst við tvær aðrar þekktar ofurhetjur, annars vegar Wolverine og hins vegar Thor. Í Hulk vs. Wolverine kynnumst við baksögu Wolverine betur. Í ljós kemur að grjóthörðu adamantium-klærnar hans eru afleiðing tilrauna prófessors að nafni Thornton, en í dag vinnur hann fyrir Bandaríkjaher. Þegar hann hefur uppi á Hulk koma svo í ljós enn dekkri leyndarmál, sem hafa áhrif á afstöðu þeirra til hvors annars. Í Hulk vs. Thor hefur Loki rænt Banner og komið með hann til Ásgarðs með hjálp Amoru, sem eitt sinn var elskhugi Þórs. Loki tekur yfir stjórn á líkama Hulks með göldrum og ræðst á Ásgarð, en þar hittir hann fyrir einn af þeim fáu sem gætu talist jafnokar hans; Þór.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

LionsgateUS
Marvel StudiosUS
MLG Productions 6US
Marvel AnimationUS