Vote for Pedro
The Skin I Live In er mynd sem sigrar hvort sem þér líkar vel við hana eða ekki, og það er vegna þess að það er ekki hægt að neita því að hún situr rosalega í manni eftir áhorfið. ...
Antonio Banderas fer hér með hlutverk lýtalæknisins Roberts sem hefur tekist að búa til nýja tegund af húð sem ekki er hægt að brenna né skaða á nokkurn hátt.
Bönnuð innan 14 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiAntonio Banderas fer hér með hlutverk lýtalæknisins Roberts sem hefur tekist að búa til nýja tegund af húð sem ekki er hægt að brenna né skaða á nokkurn hátt. Samstarfsmönnum sínum segir hann að við tilraunirnar hafi hann einungis notast við rottur. En það er fjarri því að vera satt. Á heimili sínu heldur hann ungri konu fanginni sem hann hefur notað sem tilraunadýr með hjálp þjónustustúlku sinnar, Marillu. En Robert hefur líka sínar eigin persónulegu ástæður fyrir tilraunum og valið á fórnarlambinu er alls ekki byggt á tilviljun. En kvöld eitt þegar Robert er að heiman ber son Marillu að garði. Sá er nýbúinn að fremja rán og hyggst dyljast í húsi Roberts. Þar með er ekki langt í að ljósi verði varpað á sannleikann í málinu og reynist hann óhugnanlegri en nokkur gæti ímyndað sér ...

Keppti um Gullpálmann í Cannes.
The Skin I Live In er mynd sem sigrar hvort sem þér líkar vel við hana eða ekki, og það er vegna þess að það er ekki hægt að neita því að hún situr rosalega í manni eftir áhorfið. ...