Margin Call
2011
Frumsýnd: 23. mars 2012
Be first. Be smarter. Or cheat.
107 MÍNEnska
87% Critics 76
/100 Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit og hefur að auki unnið til fjölda verðlauna. Hlaðin lofi gagnrýnenda sem áhorfenda
Fylgst er með lykilfólki í stórum fjárfestingabanka á Wall Street í einn sólarhring síðsumars 2008. Einn starfsmanna uppgötvar nánast fyrir tilviljun að tölurnar ganga ekki upp og bankinn stendur frammi fyrir stórkostlegu hruni. Mun takast að bjarga bankanum frá algjöru þroti og þá á kostnað viðskiptavina hans, eða mun hann falla með keðjuverkandi afleiðingum?... Lesa meira
Fylgst er með lykilfólki í stórum fjárfestingabanka á Wall Street í einn sólarhring síðsumars 2008. Einn starfsmanna uppgötvar nánast fyrir tilviljun að tölurnar ganga ekki upp og bankinn stendur frammi fyrir stórkostlegu hruni. Mun takast að bjarga bankanum frá algjöru þroti og þá á kostnað viðskiptavina hans, eða mun hann falla með keðjuverkandi afleiðingum? Þessi fyrsta mynd J.C. Chandor vísar til atburðanna í Lehman Brothers bankanum síðsumars 2008, en þeir eru taldir einskonar upphafspunktur þess efnahagshruns sem þá hófst og enn sér ekki fyrir endann á. Myndin er með eindæmum spennandi og hrollvekjandi. ... minna