Ghost Rider: Spirit of Vengeance
2012
(Ghost Rider 2)
Frumsýnd: 24. febrúar 2012
95 MÍNEnska
18% Critics 34
/100 Nicolas Cage endurtekur hér hlutverk sitt sem Johnny Blaze, mannsins sem seldi sál sína djöflinum fyrir líf læriföður síns og hefur æ síðan þurft að berjast gegn hinu illa um leið og hann reynir að losa sig undan álögunum sem hann er í. Johnny hefur að undanförnu haft hægt um sig einhvers staðar í Austur-Evrópu og látið lítið til sín taka enda... Lesa meira
Nicolas Cage endurtekur hér hlutverk sitt sem Johnny Blaze, mannsins sem seldi sál sína djöflinum fyrir líf læriföður síns og hefur æ síðan þurft að berjast gegn hinu illa um leið og hann reynir að losa sig undan álögunum sem hann er í. Johnny hefur að undanförnu haft hægt um sig einhvers staðar í Austur-Evrópu og látið lítið til sín taka enda þráir hann mest að lifa sem eðlilegustu lífi á meðal fólks sem veit ekki hver hann er. Þetta breytist þegar aðilar innan kirkjunnar leita til hans og biðja hann um að bjarga lífi ungs drengs sem þeir óttast að djöfullinn ætli sér að endurskapa sem sjálfan antikrist. Í fyrstu er Johnny ekkert sérstaklega áhugasamur um verkefnið, eða allt þar til hann hittir móður drengsins og sannfærist um að það sé rétt að hjálpa henni og syni hennar. Þar með er líka hafin engin smá barátta Johnnys við djöfulinn sjálfan og ótrúlega útsendara hans sem gera allt sem í þeirra mætti stendur til að koma sínum illu áformum í framkvæmd.... minna