Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Crank 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. september 2006

Poison in his veins. Vengeance in his heart.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Chev Chelis er leigumorðingi sem vinnur fyrir glæpasamtök á vesturströnd Bandaríkjanna. Kærasta hans, Eve, veit ekki við hvað hann starfar, og Chev ætlar að hætta í glæpunum til að eyða meiri tíma með henni. En allt fer á versta veg þegar hann kemst að því að óvinur hans Verona, hefur sprautað hann eitri sem kallast "The Beijing Cocktail", en eitrið mun... Lesa meira

Chev Chelis er leigumorðingi sem vinnur fyrir glæpasamtök á vesturströnd Bandaríkjanna. Kærasta hans, Eve, veit ekki við hvað hann starfar, og Chev ætlar að hætta í glæpunum til að eyða meiri tíma með henni. En allt fer á versta veg þegar hann kemst að því að óvinur hans Verona, hefur sprautað hann eitri sem kallast "The Beijing Cocktail", en eitrið mun drepa hann ef hjartsláttur hans róast. Hann reynir hvað hann getur að halda lífi og fær hjálp frá vini sínum Kaylo og Doc Miles, til að halda hjartanu gangandi. Chev þarf nú að finna svör um leið og hann þarf að vernda Eve, og hefna sín á þeim sem sviku hann, áður en eitrið drepur hann.... minna

Aðalleikarar


Crank er ein af þessum hreinræktuðu MTV myndum sem hefur bara eitt markmið, að skemmta unglingum. Hugmyndin er nokkuð frumleg. Jason Stratham leikur mann sem er sprautaður með eitri sem drepur hann ef að adrenalín hættir að flæða um æðar hans. Hann þarf því að vera stöðugt á fullu að finna nýjar leiðir til að æsa sig upp á meðan hann reynir að finna móteitrið. Hann reyndir næstum allt, meðal annars kynlíf, sársauka, kókaín, Red Bull og hjartastuðtæki. Eðli málsins samkvæmt er myndin hröð sem er gott af því að mann langar ekkert að kynnast þessum persónum frekar. Það er varla hægt að hafa samúð með Stratham þar sem hann er algjör skíthæll og ég var að bíða eftir að einhver myndi drepa hann, segi ekki hvort að ég fékk ósk mína uppfyllta. Fyrir utan Statham er myndin frekar illa leikin. Þetta er ágæt þynkumynd en varla meira en það.

Spoiler – Brjálaðasta atriðið er þegar Statham hringir í kærustuna sína á meðan hann er að detta úr þyrlu, s.s. á leiðinni niður. Ég sá sýnishorn úr Crank 2 í bíó og þeir eru greinilega að fara með þessa seríu út í 100 sinnum meiri vitleysu, hreina vísindaskáldögu. Mig langar ekkert að sjá framhaldið for the record.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Crank kom mér þvílíkt á óvart. Er búinn að vera forðast þessa mynd í nokkurn tíma, en ákvað að taka hana fyrir nokkru síðan. Svo er þetta bara þrusu góð mynd. Jason Statham leikur mann sem hefur eina klukkustund eftir til að lifa því honum hefur verið byrlað eitur. Eina sem hann getur gert til að hindra dauðann, er að auka adrenalínflæðið í líkamanum. Og nú á hann eitt óklárað verkefni: Drepa alla sem bera ábyrgð á að eitra fyrir honum. Skemmtilegasti hluti myndarinnar er húmorinn og ferðin sem maður fer í með honum í gegnum myndina, sem er vægast sagt rosaleg. Jason Statham er hvað þekktastur fyrir Lock Stock og Snatch, en hér er hann kominn í aðalhlutverkið og heldur myndinni uppi allan tímann með glæsibrag. Eins og áður sagði, er húmorinn í myndinni alveg meiriháttar og sum atriðin sem koma upp í myndinni eru kostulega fyndinn(þar ber helst að nefna kynlífsatriðið, sem ég gjörsamlega var í hláturskasti yfir allan tímann). Ef þið eruð fyrir hraðar myndir, þá ætti Crank að höfða vel til þín. 3 og hálf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Adrenalín beint í æð
Crank er virkilega, virkilega hröð og fáránlega skemmtileg spennumynd sem segir strax í byrjun "skítt með lógínu, ég vil bara hafa það gaman!".

Myndin virkar á flestum sviðum sem að henni er ætlað. Í fyrsta lagi er myndin hæper, brútal og yndislega tilgerðarleg, en í öðru lagi tekur hún sig ekki alvarlega í eina mínútu. Ég efast um að leikstjórar myndarinnar hafi haft það eitthvað í huga að láta myndina höfða til gagnrýnenda, í staðinn er aðaláherslan bara sú að keyra myndina nógu hratt til þess að fela þann litla söguþráð sem er að finna.

Stíllinn ásamt brjálaðri tónlistarnotkun undirstrikar brenglaða fíling myndarinnar best. Myndin lítur samt svakalega vel út. Stíllinn er líka mjög ferskur og klippingarnar svo ákafar að maður kemst ekki síður í adrenalínvímu heldur en sjálfur Chev Chelios.

Jason Statham er á nettu róli út alla lengdina. Hann er svalur, fyndinn og fer með högg, spörk og one-linera eins og að honum sé ekkert heilagt. Amy Smart nýtur sín líka vel sem kærasta hans, sem fer 100% eftir stereótýpu ljóskunar, en gerir það með stæl. Senan með þeim í Kínahverfinu er með þeim steiktari sem ég hef séð á þessu ári, en ég gat ómögulega hætt að hlæja. Myndin fer samt svolítið að dala í seinni hálfleik, og fannst mér persónulega eins og meiri kraftur hafi mátt vera í lokasprettinum. Þessi galli er annars vegar nokkuð skiljanlegur, enda er myndin svo hraðskreið í fyrri helming að það varð bara tímaspursmál hvenær keyrslan (og stíllinn) færi að þreytast út. Svo er maður skilinn eftir hálf áttavilltur með lokaskotinu, sem erfitt er að vita hvað manni finnst almennilega um. Mjög spes a.m.k. og vel í takt við ýkta tón myndarinnar.

Nú, fyrir utan það get ég ekki séð fyrir mér annað en að þessi mynd sé þrusugott framlag til strákamyndageirans. Hún hentar þeim fullkomlega sem leitast aðeins eftir að hafa bíókvöldið skemmtilegt. Ekkert fágað eða djúpt, bara þrælskemmtilegt, punktur! Og sem slík afþreying svínvirkar Crank. Hún tekur Transporter-myndirnar algjörlega í görnina hvað hasar, húmor og skemmtanagildi varðar.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn