Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Crank: High Voltage 2009

(Crank 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. apríl 2009

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Crank: High Voltage tekur upp þráðinn nákvæmlega þar sem atburðum fyrstu Crank-myndarinnar sleppti, eða þar sem Chev Chelios (Jason Statham) fellur í jörðina eftir himinhátt fall úr flugvél. Hann lifir af, en er rænt af kínversku glæpagengi. Þeir koma honum fyrir á skurðarborði til að ræna úr honum líffærunum, sérstaklega hinu gífurlega sterka hjarta... Lesa meira

Crank: High Voltage tekur upp þráðinn nákvæmlega þar sem atburðum fyrstu Crank-myndarinnar sleppti, eða þar sem Chev Chelios (Jason Statham) fellur í jörðina eftir himinhátt fall úr flugvél. Hann lifir af, en er rænt af kínversku glæpagengi. Þeir koma honum fyrir á skurðarborði til að ræna úr honum líffærunum, sérstaklega hinu gífurlega sterka hjarta hans. Skipta þeir því út fyrir rafmagnsknúið hjarta, en þegar hann kemur til meðvitundar þarf hann að hafa uppi á genginu (og hjartanu), en vegna hjartans þarf hann stöðugt að fá rafmagn í líkamann til halda sjálfum sér á lífi, og það er meira en að segja það, þegar maður er í hættulegum eltingaleik á sama tíma. ... minna

Aðalleikarar

Crazy
Myndin er miklu meira brjálæði en fyrsta en ekki neitt betri. Fyrsta myndin er miklu minna brjálæði þannig að þú getur fylgst með vel en ef þú horfir eina min í burtu þá : Hvernig komst hann þangað? Hvað gerðist? Mér finnst kynlífsatriðið í þessari ekki eins fyndið eins og í fyrstu en samt fyndið og Jason Statham heldur myndina eiginlega einn uppi og kannski Amy Smart smá. Myndin endar mjög skringilega en síðustu tíu mínútur eru bara kjaftæði, kjaftæði, kjaftæði. Eitt tiltekið ,,brúðuatriði'' er mjög fyndið og gefur til kynna að myndin tekur sig alls ekki alvarlega sem er kostur með svona B-mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábært framhald!!!!
Ef einnhver hérna líkaði við Crank fyrstu myndina, þá á hann eftir að ELSKA High Voltage!!! Stíllinn er miklu brjálaðari, miklu meira blóð, hasar og meira af brjáluðum persónum.

Crank var fyrsta mynd þeirra leikstjóra Mark Neveldine og Brian Taylor. Þeir skrifuðu myndina Pathology, sem fór ekkert vel í marga, og búinir að gera mynd sem heitir
'Citizen Game'. Húmor þeirra drengja er frekar steiktur eða það steiktur þannig að margir geta hleigjið af honum. Þeir ákvöðu í þetta skipti að reykja hass áður en þeir skrifuðu handritið, því þetta er miklu meira heldur en við héldum.

Söguþráðurinn virðist mjög alvarlegur, eða þannig er hann tekinn, en það er gert nákvæmlega allt í henni. Persónurnar í myndinni eru mismunandi : Hardcore, skrævur, spilltar, perralegar og það er hægt að þola þær. Allar missheppnaðar á sinn hátt. Eða, þær verða missheppnaðar þegar þau hitta aðalpersónu myndarinar : Chev Chelios.
Persónan er það sem gerir allt brjálað í myndinni. Hann er reiðari en allt, gerir allt bara fyrir að lifa. Þetta er svona persóna sem maður öskrar á ' WHY DON'T YOU JUST DIE!'.
Ósigrandi kill-machine, lætur þig ekkert leiðast, alla myndina. Þú færð að vita meira um þessa persónu. Myndin gefur þér líka söguþráður, ekki BARA hasar (Þótt meiri hlutinn af myndina er það). Það er svona ástæða, afhverju það eru allir að drepa hvorn annan.

Vá þetta er svaka bomba, en ekkert meistaraverk. Þá er hún samt ekki aaalveg fyrir alla. Eins og stundum, poppa upp eitthvað sýruhausa atriði og þeir sem taka þessa mynd eitthvað sjitt alvarlega (eins og þetta sé næsta Schindlers List) og bara SJIIIITT, botna ekki í neinu. Annars þetta frábært framhald, akkúrat sem maður vildi. Mikið fyrir Crank aðdáendur, nýtt fyrir Star Wars-nördanna. ROSALEG MYND!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Einhver sú klikkaðasta
Ég verð að viðurkenna að mér fannst hugmyndin á að búa til framhald af Crank frekar asnaleg hugmynd(Þið vitið afhverju þið sem sáuð fyrri myndina) svo ég fór á Crank:High Voltage með mínar efasemdir. Mér til mikilla undrunar var hugmyndin af baki framhaldsins ennþá klikkaðri en ég bjóst við og kom það mér helvíti mikið á óvart. En þegar myndin var almennilega byrjuð sá ég að þarna var á ferðinni mjög svo klikkuð mynd. Leikstjórarnir hafa víst engin takmörk fyrir ofbeldi. Myndin er svoleiðist þéttsetinn brútal ofbeldi sem bæði getur farið illa í fólk og ekki, en ég er greinilega einn af þeim sem finnst helvíti gaman af svona hrikalegu ofbeldi því ég skemmti mér stórkostlega á henni. Jason Statham fer með hlutverk Chelios skemmtilega enda grjótharður sem steinn. Ég upplifði þessa mynd eins og "GTA" undir áhrifum ofskynjunarsveppa enda eitthver súrustu atriði sem ég hef séð í henni (skrímsla slagurinn hjá rafmagnsstaurunum, þúst wtf ?". En allt í allt skemmti ég mér konunglega yfir henni enda harðkjarna hasarmynd með frábærum húmor. Mæli með henni fyrir stráka helst enda nóg af allsberum skvísum sem skemmir ekkert, en þeir sem eru viðkvæmir fyrir ofbeldi og eitthverju sem tengist geirvörtum skulu hugsa sig tvisvar um.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sama og áður - bara MIKLU meira af öllu
Þegar ég fyrst heyrði að Crank: High Voltage myndi vera 10 sinnum brjálæðari en fyrri myndin þá hugsaði ég fyrst: "Kjaftæði!" Sú fyrsta var nær stanslaus keyrsla af adrenalíni og testósteróni. Sama hvað var að gerast, þá var myndin alltaf á hreyfingu og stíllinn var svo gríðarlega ákafur að adrenalínþörf aðalpersónunnar smitaðist yfir á áhorfandann. Mér fannst hún skemmtileg.

Crank 2 aftur á móti ER - skrítið en satt - mun brjálaðri en sú fyrri, að hér um bil öllu leyti. Stíllinn er ofvirkari, ofbeldið er harðara, fílingurinn ýktari og húmorinn steiktari. Leikstjóratvíeykið Neveldine & Taylor hefur hér farið svo hrikalega langt með hrátt útlit ásamt ofbeldi, nekt og blóði að það er nokkuð öruggt að flokka þetta sem pjúra "exploitation-mynd." Eins mikið og ég hef oftast gaman að slíkum, þá fannst mér aðstandendur Crank 2 leggja aðeins of mikla áherslu á yfirdrifinn kamerustíl og gróf atriði í stað þess að fókusa á það sem fyrri myndin hafði mikið af: skemmtanagildi.

Ég horfði á þessa mynd og dáðist allan tímann að því hversu mikið hún náði að gera úr litlu fjármagni. Stílrúnkið er líka rosalegt! Það er svo sterkur guerilla-bragur á kvikmyndatökunni. Öfgafull sjónarhorn og stjórnlaus hreyfing finnst nánast í hverjum ramma og á hraðanum sem myndin keyrir á skapar það alveg geðsjúkt flæði, sem tryggir að manni leiðist aldrei á meðan myndinni stendur. En þó svo að mér leiddist aldrei, þá hafði ég ekkert sérstaklega gaman að henni heldur.

Mér fannst ég eiginlega bara vera að horfa á ofurstílíseraða "grindhouse" útgáfu af fyrri myndinni. Mér finnst nefnilega leitt hversu takmarkað hugmyndaflugið er hérna. Söguþráðurinn er nákvæmlega sá sami, atburðarásin eins (bara ofvirkari - vægast sagt!) og m.a.s. eru nokkrar afar eftirminnilegar senur úr fyrri myndinni endurgerðar, og með sömu bröndurum (kynlíf á opnu svæði t.d. - sem mér fannst fyndnara í Kínahverfinu). Þær örfáu nýjungar sem Crank 2 hefur upp á að bjóða eru oftast súrir handahófskenndir brandarar sem hafa lítið sem ekkert með myndina að gera. Nokkur slík atriði eru fyndin (eins og atriðið hjá sálfræðingnum), önnur bara aulaleg og óþörf (eins og "Godzilla-slagurinn," eða "spjallþátturinn" þar sem Ginger Spice lék móður Chelios).

Jason Statham er sem betur fer ennþá hress og sýnir talsvert fleiri hliðar á geðveiki sinni í þessari umferð heldur en áður. Hann svínvirkar og verður alltaf töffari á skjánum, jafnvel þótt hann sé bara að endurtaka sömu rútínuna. Hann hefur eitthvað svo góða nærveru þrátt fyrir að vera sífellt alvarlegur, sem gerir hann afar skemmtilegan án þess að hann sé að reyna of mikið ("Who's got my f--kin' strawberry tart?!" - klassískt!).

Crank 2 hefur það markmið að gefa áhorfendum miðfingurinn (bókstaflega!). Hún gefur í skít í þá sem hneykslast auðveldlega og matreiðir ofan í mann eins mikið af brjóstum, kúlnahríðum og ljótum orðum og hún mögulega getur á 90 mínútum. Mig langaði rosalega til þess að fíla hana betur, en einhvern veginn leystist hún svo fljótt upp í tóma steypu. Það er ekki alltaf gott að fá of mikið af því góða í einu. Þessi mynd sýnir það.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn