Náðu í appið
The Artist

The Artist (2011)

1 klst 40 mín2011

Hér er sögð saga leikarans George Valentin sem árið 1927 er vinsælasta stjarna kvikmyndanna og baðar sig nú í sviðsljósinu í kjölfar velgengni nýjustu myndar sinnar, The Russian Affair.

Rotten Tomatoes95%
Metacritic89
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:VímuefniVímuefni

Söguþráður

Hér er sögð saga leikarans George Valentin sem árið 1927 er vinsælasta stjarna kvikmyndanna og baðar sig nú í sviðsljósinu í kjölfar velgengni nýjustu myndar sinnar, The Russian Affair. Ein þeirra sem dáir George er ung leikkona, Peppy Miller, sem dreymir um frama í kvikmyndaheiminum. Svo vill til að eftir frumsýningu The Russian Affair rekast hún og George hvort á annað í bókstaflegri merkingu og Peppy notar tækifærið og fær að smella kossi á átrúnaðargoð sitt. Daginn eftir er myndin af kossinum á forsíðu fréttablaðanna undir fyrirsögninni „Hver er þessi stúlka“. Þetta verður til þess að Peppy kemst í sviðsljósið, fær sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd og verður á næstu árum þekkt stjarna á meðan vegur George fer dvínandi ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

uFilmBE
La Petite ReineFR
Studio 37FR
La Classe américaineFR
JD ProdFR
France 3 CinémaFR

Verðlaun

🏆

The Artist hlaut Óskarsverðlaunin í ár fyrir bestu leikstjórn, besta leik í aðalhlutverki karla, bestu tónlist, bestu hönnun búninga og sem besta mynd ársins, auk fjölmargra annarra verðlauna á öðrum kvikmyndahátíðum.