Náðu í appið
Chronicle

Chronicle (2012)

"What are you capable of?"

1 klst 23 mín2012

Hvað myndir þú gera ef þú fengir skyndilega mátt til að stjórna veröldinni í kringum þig, færa hluti úr stað með hugarorkunni einni saman og...

Rotten Tomatoes85%
Metacritic69
Deila:
14 áraBönnuð innan 14 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Hvað myndir þú gera ef þú fengir skyndilega mátt til að stjórna veröldinni í kringum þig, færa hluti úr stað með hugarorkunni einni saman og stjórna því um leið hvað aðrir gerðu? Þrír skólafélagar sem hafa brallað ýmislegt saman ramba dag einn á dularfulla holu í jörðinni fyrir utan heimabæ sinn og ákveða að kanna hana nánar. Þar finna þeir síðan dularfullan hlut af öðrum heimi sem virðist fylla þá af einhvers konar krafti og gefur þeim hæfileikatil að færa til hluti með hugarorkunni. Í fyrstu skemmta félagarnir þrír sér konunglega við að nota þessa nýfengnu gáfu sína, aðallega með því að hrekkja fólk og skjóta því skelk í bringu. En svona krafti fylgir líka mikil ábyrgð og þegar einn félaganna ákveður að nota mátt sinn í illum tilgangi fer gamanið heldur betur að kárna ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Josh Trank
Josh TrankLeikstjórif. 1985
Max Landis
Max LandisHandritshöfundurf. 1985

Framleiðendur

Dune EntertainmentUS
Davis EntertainmentUS
Adam Schroeder Productions
20th Century FoxUS

Gagnrýni notenda (2)

Fersk og hugmyndarík - gott bíó!

Eftir að Cloverfield startaði found footage – æðinu fyrir alvöru hafa komið talsverður slatti af þeim, misgóðar og allar í hryllingsgeiranum. Ég get þess vegna sagt að ég hafi verið ...

Óvænt janúarmynd

Þegar ég horfði á Chronicle þá voru þrjár myndir/geirar sem komu upp í huganum mínum. Í fyrsta lagi sá ég venjulega ofurhetjusögu þegar venjulegur maður fær mátt frá hluti sem er an...