Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Revolution er tvímælalaust ein af verstu kvikmyndunum, sem ég hef séð. Það er reyndar með ólíkindum hversu illa hefur tekist til með hana, því aðstandendurnir virðast hafa haft yfir talsverðu fjármagni að ráða við gerð hennar. Leikararnir eru fæstir aukvissar og ekkert virðist hafa verið sparað við sviðshönnun og búninga. Kvikmyndin er þó sönnun þess, að fjármagnið eitt dugi ekki til, því aðstandendurnir verði einnig að hafa einhverja hæfileika til að bera. Í þessu tilfelli virðist það ekki hafa verið, því allt fer úrskeiðis, sem mögulega gat farið úrskeiðis. Kvikmyndatakan er ömurleg, tónlistin vond, handritið stefnulaust og leikstjórnin engin, enda ráfa annars öndvegis leikarar á borð við Pacino og Sutherland um eins og þeir viti ekkert hvað þeir eigi að taka sér fyrir hendur. Revolution er svo slæm kvikmynd, að hún ögrar manni. Allavega ögraði hún mér svo mikið, að ég varð að útvega mér eintak af henni til þess eins að geta rifjað reglulega upp, að það væri virkilega til svo slæm kvikmynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$28.000.000
Tekjur
$358.574
Aldur USA:
PG-13