Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Project X 2012

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. mars 2012

Witness it.

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Thomas Mann á afmæli. Og eins og alla unga menn dreymir hann um að halda bestu og flottustu afmælisveislu sem haldin hefur verið. Vondu fréttirnar eru auðvitað foreldrarnir. Góðu fréttirnar eru að þeir verða ekki heima. Thomas ákveður því ásamt félögum sínum, þeim J.B. og Costa, að láta slag standa. Hann lætur það ganga um allan bæ að öllum sé... Lesa meira

Thomas Mann á afmæli. Og eins og alla unga menn dreymir hann um að halda bestu og flottustu afmælisveislu sem haldin hefur verið. Vondu fréttirnar eru auðvitað foreldrarnir. Góðu fréttirnar eru að þeir verða ekki heima. Thomas ákveður því ásamt félögum sínum, þeim J.B. og Costa, að láta slag standa. Hann lætur það ganga um allan bæ að öllum sé boðið heim til hans í partí ársins. Og auðvitað lætur enginn bjóða sér tvisvar. Allir mæta og nú upphefst einhver svakalegasta veisla sem sögur fara af þegar hundruð partíglaðra ungmenna mæta með góða skapið, staðráðin í að nota tækifærið og skemmta sér áhyggjulaust fram á rauða nótt. Það skemmir auðvitað ekki fyrir stemningunni að Thomas á ríka foreldra sem búa vel í stóru húsi með sundlaug og fíneríi. Að vísu reynast nágrannarnir ekki alveg sáttir við lætin en það er aukaatriði ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Þunn, húmorslítil en hefur sína kosti
Alveg eins og maður á ekki að dæma bók eftir kápunni, þá á maður ekki að dæma mynd eftir trailernum, og er Project X mjög gott dæmi um það. Þegar ég sá trailerinn í fyrsta sinn þá ákvað ég strax að ég mundi sjá þessa mynd, hún hlyti að vera geðveik. En því miður var myndin lítið annað en vonbrigði. Hún átti sín brjáluðu atriði og var aldrei leiðinleg, en hún hefði getað verið svo miklu betri.

Ég held að aðalástæða vonbrigðarinnar sé að það var sett næstum því allt púðrið í trailerinn. Það var ekki mikið eftirminnilegt við myndina fyrir utan það sem kom fram í trailernum og það langbesta var í honum. Trailerinn náði sínu markmiði, en þegar myndin er eiginlega lítið annað en leiðinlegri útgáfa af honum, þá er það merki að eitthvað þarf að laga. En þrátt fyrir að vera mikil vonbrigði get ég samt mælt með henni, rétt svo.

Myndin reynir að vera meira en hún er. Hún reynir að vera miklu fyndnari en hún er í rauninni, brjálæðið sem myndin lofaði var ekki það mikið í mestum hluta myndarinnar (fyrir utan fjöldi fólksins) og nær að verða ótrúlega hallærisleg með því að láta myndina líta út fyrir að þetta gerðist í rauninni. Þessi mynd hefði ekki verið meira en miðjumoð hefið ekki verið fyrir þegar partýið fer loksins að verða brjálað. Sá tími er í mesta lagi 15 mínútur og þá kom loksins fílingurinn að þetta var í raunninni brjálað partý og þessi tími er eitt af því besta við annars frekar mikla miðlungsmynd. Áður var partýið eitthvað sem maður hefur séð áður í myndum, þó ég hafði ágætlega gaman af því.

Þetta er önnur myndin á árinu um unglinga sem notar found-footage tæknina (þar sem kvikmyndavélin er inn í heiminum og einhver karakter heldur á henni) og þessi tækni er tilgangslaus í þessari mynd. Sjálfur sá ég enga ástæðu af hverju það var bara ekki notað venjulega tökur á þessari mynd því þetta gerði ekkert fyrir myndina og karakterinn á bak við myndavélina hefur ekkert að segja eða gera. Hann er bara þarna. Það kom stöku sinnum fyrir að þessi tækni virkaði en það bætir ekki mikið fyrir restina, sem gaf mér hausverk á tímapunktum.

Karakterana þrjá hefur maður séð oft áður, reyndar eru þeir keimlíkir þremenningunum úr Superbad, fyrir utan að þeir voru ekki eins eftirminnilegir og viðkunnalegir. Thomas Mann og Jonathan Daniel Brown standa sig ágætlega og hafði ég ágætlega gaman af þeim. Þeir koma með nokkrar góðar línur og er frammistöðurnar fínar hjá þeim. Annað get ég hinsvegar sagt um Oliver Cooper, sem reynir of mikið að vera eins og Jonah Hill úr Superbad, fyrir utan að hann hefur ekki eins góða tímasetningu með húmorinn, er allt of mikill karlremba og var ekkert sérstaklega skemmtilegur. Það bætti heldur ekki skoðun mína á honum að hann er ástæðan fyrir nær öllu sem kemur fyrir í þessari mynd, og þegar maður sér hvað kemur fyrir hann í enda myndarinnar. Ég get alveg fílað svona týpur ef þær eru eftirminnilegar, en hann virkaði ekki. Myndin hafði líka nokkra aðra aukaleikrara sem bættu smávegis myndina (dvergurinn var góður í þær tvær mínútur sem hann var).

Húmorinn dregur myndina niður, því ég hló ekki mikið af því sem gerðist. Það fyndnasta við myndina voru áreiðanlega nokkrar vel valdar aðstæður sem náðu að hífa myndina upp. T.d. er 12 ára krakki laminn, dverg er hent inn í ofn, bíll lendir ofan í sundlauginni og það kviknar í hverfinu. Verst er bara að þetta var allt í trailernum. Söguþráðurinn er þunnur og er mest megnis notaður inn á milli eitthvers atviks sem gerðist í partýinu. Hann var í lagi og ég hafði semi-gaman af þessu partýi, þrátt fyrir lítinn fjölbreytileika.

Myndin er einfaldlega ekki nógu brjáluð til að fá gott lof, enda er það sem myndin notar sem gimmick. Það var fínt að fylgjast með þessu en til hvers þegar maður getur auðveldlega fundið partý einhvers staðar sem maður getur upplifað sjálfur. Pirrandi kvikmyndataka, þoldi ekki einn af aðalpersónunum, og náði ekki öllu markmiði sínu. En hinir tveir eru fínir, þau markmið sem hún náði náði hún vel og ég hafði ágætlega gaman af henni.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn