Restless (2011)
Hér segir frá ungum manni, Enoch, sem er upptekinn af dauðanum og hefur það sérstaka áhugamál að mæta í útfarir fólks sem hann þekkir ekki neitt, hvað þá aðstandendur.
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiSöguþráður
Hér segir frá ungum manni, Enoch, sem er upptekinn af dauðanum og hefur það sérstaka áhugamál að mæta í útfarir fólks sem hann þekkir ekki neitt, hvað þá aðstandendur. Þess utan á hann vin, draug reyndar, en sá er japanskur flugmaður sem lét lífið í seinni heimsstyrjöldinni og hefur af ýmsu að miðla til Enochs. Dag einn hittir Enoch í einni jarðarförinni sem hann sækir unga stúlku sem heitir Annabel. Hún fær áhuga á honum og brátt myndast á milli þeirra afar sérstök tengsl sem verða að ástarsambandi. Annabel á hins vegar við þann vanda að stríða að hún er haldin ólæknandi sjúkdómi sem gæti dregið hana til dauða hvenær sem er. Við það á Enoch afar erfitt með að sætta sig og ákveður að gera allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa henni.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





















