Percy Jackson: Sea of Monsters (2013)
Percy Jackson 2
"Where There are Gods - There are Monsters."
Hér fara aðalhetjan Percy Jackson með vinum sínum Annabeth Chase, Clarisse La Rue og Tyson, hálfbróður sínum, í ferðalag til skrímslahafsins til að ná í...
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiSöguþráður
Hér fara aðalhetjan Percy Jackson með vinum sínum Annabeth Chase, Clarisse La Rue og Tyson, hálfbróður sínum, í ferðalag til skrímslahafsins til að ná í gullna reifið og bjarga Camp Half-Blood. Þegar veruleg hætta stafar að þeirri veröld sem Percy og vinir hans búa í kemur í ljós að eina leiðin til að koma í veg fyrir upprisu skelfilegrar óvættar er að finna og nota mátt hins gullna töfrateppis sem ógnvænlegur sjávardreki gætir í hinu hættulega hafi skrímslanna. Þar með hefst ævintýraferð sem á fáa sína líka og Percy þarf ekki einungis að glíma við risastór skrímsli sem varna honum leiðar heldur hittir hann á ferðum sínum margar aðrar kynjaverur sem enginn veit hvort eru vinir eða óvinir. Og ef einhvern tíma hefur verið þörf fyrir þann mikla mátt sem Percy býr yfir sem sonur sjávarguðsins Póseidons þá er það núna ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur




























