Náðu í appið
Walking With Dinosaurs

Walking With Dinosaurs (2013)

Risaeðlurnar 3D

1 klst 27 mín2013

Þrívíddarveislan Risaeðlurnar (Walking With Dinosaurs) verður ein af jólamyndum kvikmyndahúsanna en í henni ferðast áhorfendur tugi milljóna ára aftur í tímann og verða hluti af...

Rotten Tomatoes23%
Metacritic37
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Söguþráður

Þrívíddarveislan Risaeðlurnar (Walking With Dinosaurs) verður ein af jólamyndum kvikmyndahúsanna en í henni ferðast áhorfendur tugi milljóna ára aftur í tímann og verða hluti af stórkostlegri sögu. Risaeðlurnar er afar vönduð og metnaðarfull mynd þar sem tölvuteikningum er blandað saman við raunverulegt umhverfi í þrívídd þannig að úr verður upplifun sem lætur áhorfendum líða eins og þeir séu sjálfir á staðnum og um leið þátttakendur í sögunni. Notast var við alla nýjustu og fullkomnustu tækni við gerð myndarinnar, en einnig er byggt á nýjustu rannsóknum og vísbendingum um hvernig umhverfið og lífið á jörðinni var fyrir 70 milljónum ára þegar risaeðlurnar drottnuðu. Hér segir frá ungum risaeðlustrák sem jafnframt er sonur forystueðlunnar í sínum hópi. Þeim litla er ætlað það hlutverk að taka við leiðtogatauminum þegar fram líða stundir en til þess þarf hann bæði að læra allt sem eldri risaeðlurnar geta kennt honum og fara sjálfur í gegnum þær hættur og raunir sem við blasa dags daglega þar sem grimmir og miskunnarlausir óvinir eru ávallt nærri. Það kemur síðan í hans hlut að leiða hópinn þegar risaeðlurnar standa andspænis mestu ógninni af þeim öllum ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

John Collee
John ColleeHandritshöfundur
Theodore Thomas
Theodore ThomasHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Animal LogicAU
Evergreen FilmsUS
Reliance EntertainmentIN
IM GlobalUS
BBC EarthGB
20th Century FoxUS