Joe Versus the Volcano
1990
Fannst ekki á veitum á Íslandi
An Average Joe. An Adventurous Comedy.
102 MÍNEnska
67% Critics 45
/100 Joe Banks þolir ekki starfið sitt, og telur að flúorljósin fyrir ofan höfuðið á honum geri hann veikan, og nærvera hins ruddalega yfirmanns hans, Frank Watori, gerir hann taugaóstyrkan. Hann laðast að ritaranum á skrifstofunni, DeDe, en er feiminn að tala við hana. Lífið breytist svo þegar hann heimsækir Dr. Elison sem segir Joe að hann hafi nokkuð sem kallast... Lesa meira
Joe Banks þolir ekki starfið sitt, og telur að flúorljósin fyrir ofan höfuðið á honum geri hann veikan, og nærvera hins ruddalega yfirmanns hans, Frank Watori, gerir hann taugaóstyrkan. Hann laðast að ritaranum á skrifstofunni, DeDe, en er feiminn að tala við hana. Lífið breytist svo þegar hann heimsækir Dr. Elison sem segir Joe að hann hafi nokkuð sem kallast „heilaský“ sem breiðist hratt um heila hans. Honum muni líða mjög vel með þetta, en hann muni deyja innan fimm mánaða. Í staðinn fyrir að leggjast í þunglyndi, þá líður Joe loksins eins og hann sé orðinn frjáls. Hann hættir í vinnunni, býður DeDe á stefnumót, og ríkur milljónamæringur að nafni Graynamore hefur samband við hann. Graynamore á eyju sem heitir Waponi Woo, en innfæddir eru í þörf fyrir eitthvað til að róa þá niður. Þeir þurfa að fá einhvern sem hægt er að fórna til að friðþægja eldfjallið the Big Woo, svo að eyjan sökkvi ekki í sæ. Graynamore býður Tom fúlgur fjár ef hann er til í að verða sá sem fórnað verður. Joe hefur engu að tapa, þannig að hann samþykkir tilboðið. Á leiðinni til eyjarinnar hittir hann dóttur Graynamore, Angelica, sem þekkt er úr samkvæmislífinu í Los Angeles, og Patricia, sem er hálf systir Angelica. Joe kemur til eyjarinnar og þar sem hann stendur á brún the Big Woo þarf hann nú að ákveða hvort að hann langi raunverulega að stökkva í gin hins kraumandi eldfjalls. ... minna