To Rome with Love (2012)
"Ævintýri sem breyta öllu"
To Rome With Love er nokkurs konar óður Woodys Allen til ástarinnar og um leið óður til borgarinnar þar sem ástarævintýrin gerast, Rómar.
Bönnuð innan 6 ára
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
To Rome With Love er nokkurs konar óður Woodys Allen til ástarinnar og um leið óður til borgarinnar þar sem ástarævintýrin gerast, Rómar. Myndin er í raun nokkrar sögur sem eiga það sameiginlegt að fjalla um ástina frá mismunandi sjónarhornum. Við sögu kemur erlent fólk sem bæði býr í Róm eða er á ferðalagi um hana, svo og innfæddir Ítalir sem sjá heimaborg sína í öðru ljósi en aðrir. Við kynnumst hér m.a. bandarískum arkitekt sem er í heimsókn í Róm þar sem hann bjó eitt sinn. Þar hittir hann fyrir ungan Bandaríkjamann sem verður innilega ástfanginn af vinkonu eiginkonu hans, sem aftur minnir arkitektinn á sitt eigið ástarævintýri forðum. Á sama tíma hittum við ítalskan náunga sem er ekki beint sá skemmtilegasti en verður fyrir hálfgerða tilviljun að stjörnu í ítölskum fjölmiðlum. Við kynnumst svo einnig fyrrverandi óperustjórnanda sem kemur til borgarinnar ásamt eiginkonu sinni til að hitta dóttur þeirra og ítalskan unnusta hennar og kemst að því að faðir unnustans er óperusöngvari.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur






















