Náðu í appið
Öllum leyfð

Impy's Wonderland 2008

(Undraland Ibba)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 4. maí 2012

Hver vegur að heiman er vegurinn heim

84 MÍNÍslenska

Teiknimynd um litla risaeðlu sem kemur sér í mikinn vanda og þarf ásamt fjölskyldu sinni og vinum að taka á honum stóra sínum til að leysa málið. Impi er ung og lítil risaeðla sem unir sér vel ásamt fjölskyldu sinni og óteljandi vinum á hinni sólríku eyju Tikiwu. Þegar ung og falleg, en dálítið klaufsk pandabirna kemur til eyjarinnar verður hún umsviflaust... Lesa meira

Teiknimynd um litla risaeðlu sem kemur sér í mikinn vanda og þarf ásamt fjölskyldu sinni og vinum að taka á honum stóra sínum til að leysa málið. Impi er ung og lítil risaeðla sem unir sér vel ásamt fjölskyldu sinni og óteljandi vinum á hinni sólríku eyju Tikiwu. Þegar ung og falleg, en dálítið klaufsk pandabirna kemur til eyjarinnar verður hún umsviflaust uppáhald allra. Við þetta á Impi erfitt með að sætta sig því hingað til hefur hann fengið alla athyglina og því eru viðbrigðin mikil fyrir hann. Í skjóli nætur ákveður Impi því að láta sig hverfa frá Tikiwu og halda sjálfur á vit ævintýranna uppi á meginlandinu. Þar kemst hann fljótlega í kynni við fremur dularfullan skemmtigarðseiganda sem telur Impa á að koma með sér í garðinn. En skemmtigarðseigandinn hefur ekkert gott í huga fyrir Impa því hann setur hann í hlekki til að geta haft hann til sýnis fyrir gestina. Sem betur fer fyrir Impa fer fjölskylda hans af stað að leita hans og því er hjálpin nærri ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn