Columbus Circle (2012)
"An appointment to die for."
Líf hinnar ríku en einangruðu Abigail Clayton fer á annan endann þegar nágranni hennar er myrtur og hennar eigin tilveru er ógnað.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Líf hinnar ríku en einangruðu Abigail Clayton fer á annan endann þegar nágranni hennar er myrtur og hennar eigin tilveru er ógnað. Abigail Clayton er tæplega fertug kona sem hefur verið í sjálfskipaðri einangrun í íbúð sinni í tuttugu ár, eða allt frá því þegar hún erfði auðæfi föður síns og mistókst að höndla sviðsljósið og athyglina sem fylgdi. Hún býr í blokk þar sem öryggisgæsla á að vera með besta móti og hefur dags daglega aðeins samskipti við tvo aðila. Nótt eina er nágranni Abigail, öldruð kona í íbúðinni beint á móti hennar, myrt með köldu blóði. Morðið hrindir að sjálfsögðu af stað lögreglurannsókn sem um leið verður mikið álag fyrir Abigail. En þetta er bara byrjunin á hremmingum Abigail sem smám saman byrjar að sogast inn í atburðarás sem hún hefur enga stjórn á ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar












