Náðu í appið
Riddick

Riddick (2013)

Riddick: Dead Man Stalking

1 klst 59 mín2013

Riddick fæddist á plánetunni Furya og er sá eini sem lifir af karlkyni sinnar tegundar eftir að hinn illi Zhylaw hafði látið myrða alla kynbræður...

Rotten Tomatoes58%
Metacritic49
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Riddick fæddist á plánetunni Furya og er sá eini sem lifir af karlkyni sinnar tegundar eftir að hinn illi Zhylaw hafði látið myrða alla kynbræður hans þegar því var spáð að einhver þeirra myndi að lokum velta honum úr sessi. Síðan þá hefur Riddick verið á stanslausum flótta undan vígamönnum og hausaveiðurum sem vilja annað hvort drepa hann eða fanga hann fyrir verðlaun. Í þeim átökum hefur Riddick margoft verið talinn dauður en alltaf lifað af enda býr hann yfir hæfileikum sem enginn annar hefur, er með krafta í kögglum og ofuraugu sem m.a. gera honum kleift að sjá í svartamyrkri. Enn á ný hefur Riddick verið svikinn og skilinn eftir til að deyja á eyðilegri plánetu þar sem alls kyns geimskrímsli ráða lögum og lofum. Ekki líður á löngu þar til hausaveiðararnir ásamt óvini úr fortíðinni mæta á svæðið og Riddick þarf að sýna mátt sinn og megin í baráttunni fyrir lífinu ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Jim Wheat
Jim WheatHandritshöfundur
Ken Wheat
Ken WheatHandritshöfundur

Framleiðendur

One RaceUS
Riddick Canada ProductionsCA
Radar PicturesUS
Universal PicturesUS
Mandate InternationalUS