Blue Jasmine (2013)
"Hver er nú að ljúga ?"
Myndin fjallar um Jasmine sem neyðist til að flytja inn til systur sinnar í íbúð hennar í San Fransisco eftir að eiginmaður hennar hendir henni út og skilur hana eftir allslausa.
Öllum leyfð
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Myndin fjallar um Jasmine sem neyðist til að flytja inn til systur sinnar í íbúð hennar í San Fransisco eftir að eiginmaður hennar hendir henni út og skilur hana eftir allslausa. Jasmine er af alþýðufólki komin og dreymdi alltaf um að lyfta sér upp úr meðalmennskunni, og hélt að sér hefði tekist það. Dag einn hrynur veröld hennar hins vegar til grunna svo hún neyðist til að leita ásjár systur sinnar sem hún hefur ekki talað við í nokkur ár. Og spurningin er: Tekst Jasmine að ná jarðsambandi eða ætlar hún að reyna á ný að klifra upp í ótraustar skýjaborgirnar sem hún hafði skapað sér?
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur
Verðlaun
Cate Blanchett fékk Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn. Sally Hawkins jafnframt tilnefnd fyrir meðleik, sem og Woody Allen fyrir handrit.





















