Náðu í appið
Phantasm

Phantasm (1979)

"If This One Doesn´t Scare You ... You are Already Dead!"

1 klst 28 mín1979

Fylgst er með tveimur ungum drengjum Jody og Mike, eltast við skringilegan grafarræningja, en þeir eiga í stöðugri hættu á að enda sem ferskt blóð í þrælabúðum hans.

Rotten Tomatoes72%
Metacritic72
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

Fylgst er með tveimur ungum drengjum Jody og Mike, eltast við skringilegan grafarræningja, en þeir eiga í stöðugri hættu á að enda sem ferskt blóð í þrælabúðum hans. Eftir andlát Tommy, sem er stunginn af konu í kirkjugarðinum, þá fara þeir Jody og vinur hans Reggie í jarðarförina í Morningside útfararþjónustunni. Táningsbróðir Jody, Mike, eltir hann, en hann er búin að týna foreldrum sínum og er hræddur um að týna stóra bróður sínum líka þar sem hann hyggst leggjast í ferðalög. Mike snuðrar um kirkjugarðinn og sér útfararstjóra sem þekktur er undir nafninu Stóri maðurinn, þar sem hann heldur á kistu Tommy, aleinn án nokkurrar hjálpar. Mike brýst inn í líkhúsið til að rannsaka þessa ráðgátu og finnur undarlega dvergvaxna veru með gult blóð og hættulega fljúgandi hringi sem vernda staðinn. Þegar hann er eltur af Stóra manninum, þá sker hann sig í fingurinn og fer heim til Jody til að sannfæra stóra bróður sinn um að það sé hættulegt leyndarmál í líkhúsinu. Jody, Reggie og Mike uppgötva að Stóri maðurinn er vera utan úr geimnum og er að breyta líkum í dverga til að vinna sem þrælar í hans heimi. Núna ákveða þeir að grípa til sinna ráða og drepa Stóra manninn.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

New Breed Productions
AVCO Embassy PicturesUS