Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Óvenjulega góð
Það er alls ekki hægt að segja með Bubba Ho-Tep að hana skortir frumleika. Hinn nett klikkaði söguþráður þessarar myndar er einhvern veginn svona: Elvis Presley (Bruce Campbell) liggur á elliheimili. Nú samkvæmt þessari sögu hafði hann fengið nóg af sinni frægð á gömlu dögunum og skipt um 'líf' við einhverja Elvis-eftirhermu (sem var sá sem dó). Á elliheimilinu kynnist hann hinum eina sanna JFK (Ossie Davis), sem er einnig enn á lífi, og já, er orðinn svartur! Eins og það hljómi ekki nógu furðulega þá fléttist inn í þetta gömul múmíugoðsögn sem ræðst inn á elliheimilið á næturnar og stelur sálum. Að lokum sameinast gömlu brýnin og ætla sér að stöðva þennan fjanda. Frumlegt, ekki satt? Og viti menn, þetta gengur einhverra hluta vegna afskaplega vel upp í brjálæði sínu.
Bubba Ho-Tep er náttúrlega algjör B-mynd, og er gerð fyrir fimmaura. Aðstandendur höfðu ekki einu sinni efni á því að nota alvöru Elvis-lög! Það er engu að síður öruggt að hér sé ekta cult mynd á ferðinni. Bruce Campbell (konungur B-myndanna) er náttúrlega alltaf góður, en hann er allt að frábær hér. Ef ég vissi ekki betur þá er hann einhver albesta Elvis-eftirherma sem ég hef séð, og því trompar hann hlutverkið gjörsamlega. Ossie Davis virðist jafnvel hafa lúmskt gaman af hlutverki sínu.
Leikstjórinn og handritshöfundurinn Don Coscarelli er augljóslega óhræddur við að prufa nýja hluti og fara nýjar leiðir. Myndin virkar samt miklu betur sem grínmynd heldur en B-hrollvekja. Ef viðkomandi þykir eitthvað af þessu ofantöldu hljóma vel þá er þessi mynd algjör möst. Bubba Ho-Tep er fersk, fyndin og bara meiriháttar í því hversu ódýr og hallærisleg hún er. Get ekki annað en gefið henni sérstakt hrós. Lengi lifi Bruce! Thank you very much...7/10
Það er alls ekki hægt að segja með Bubba Ho-Tep að hana skortir frumleika. Hinn nett klikkaði söguþráður þessarar myndar er einhvern veginn svona: Elvis Presley (Bruce Campbell) liggur á elliheimili. Nú samkvæmt þessari sögu hafði hann fengið nóg af sinni frægð á gömlu dögunum og skipt um 'líf' við einhverja Elvis-eftirhermu (sem var sá sem dó). Á elliheimilinu kynnist hann hinum eina sanna JFK (Ossie Davis), sem er einnig enn á lífi, og já, er orðinn svartur! Eins og það hljómi ekki nógu furðulega þá fléttist inn í þetta gömul múmíugoðsögn sem ræðst inn á elliheimilið á næturnar og stelur sálum. Að lokum sameinast gömlu brýnin og ætla sér að stöðva þennan fjanda. Frumlegt, ekki satt? Og viti menn, þetta gengur einhverra hluta vegna afskaplega vel upp í brjálæði sínu.
Bubba Ho-Tep er náttúrlega algjör B-mynd, og er gerð fyrir fimmaura. Aðstandendur höfðu ekki einu sinni efni á því að nota alvöru Elvis-lög! Það er engu að síður öruggt að hér sé ekta cult mynd á ferðinni. Bruce Campbell (konungur B-myndanna) er náttúrlega alltaf góður, en hann er allt að frábær hér. Ef ég vissi ekki betur þá er hann einhver albesta Elvis-eftirherma sem ég hef séð, og því trompar hann hlutverkið gjörsamlega. Ossie Davis virðist jafnvel hafa lúmskt gaman af hlutverki sínu.
Leikstjórinn og handritshöfundurinn Don Coscarelli er augljóslega óhræddur við að prufa nýja hluti og fara nýjar leiðir. Myndin virkar samt miklu betur sem grínmynd heldur en B-hrollvekja. Ef viðkomandi þykir eitthvað af þessu ofantöldu hljóma vel þá er þessi mynd algjör möst. Bubba Ho-Tep er fersk, fyndin og bara meiriháttar í því hversu ódýr og hallærisleg hún er. Get ekki annað en gefið henni sérstakt hrós. Lengi lifi Bruce! Thank you very much...7/10