Náðu í appið
Girl Most Likely

Girl Most Likely (2012)

"She has a lot to live up to. And a few things to live down."

1 klst 43 mín2012

Þegar leikverk Imogene floppar og unnustinn lætur sig hverfa neyðist hún til að flytja aftur heim til mömmu sinnar sem sér lífið og tilveruna í allt öðru ljósi en flestir aðrir.

Rotten Tomatoes24%
Metacritic38
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlíf

Söguþráður

Þegar leikverk Imogene floppar og unnustinn lætur sig hverfa neyðist hún til að flytja aftur heim til mömmu sinnar sem sér lífið og tilveruna í allt öðru ljósi en flestir aðrir. Kristen Wiig leikur hér hina ráðvilltu Imogene sem eitt sinn taldist til efnilegustu leikritaskálda en er nú í áfalli vegna þess að nýjasta leikverk hennar floppaði. Þess utan er unnustinn farinn frá henni. Í sjálfsvorkunnarkasti gleypir hún fullt af pillum til að enda líf sitt en meira að segja það mistekst og hún vaknar upp á sjúkrahúsi þar sem búið er að dæla upp úr henni. Til að tryggja öryggi Imogene ákveða yfirvöld að kalla á móður hennar (Annette Bening) og fá hana til að taka dótturina með sér heim. Vandamálið er að þeim mæðgum kemur ekkert allt of vel saman enda með ólíka sýn á tilveruna ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Maven Screen MediaUS
Anonymous ContentUS
Ambush Entertainment
Foggy Bottom Pictures
10th Hole Productions
Minerva ProductionsUS