Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
North er alveg fín skemmtun með góðum leikurum í fínum hlutverkum. Elijah Wood er góður sem North sjálfur og skemmtileg persónan sem hann leikur. Svo eru leikarar á borð við Jason Alexander og Julia Louis-Dreyfus(bæði í Seinfeld) fín sem foreldrar North. Svo er Bruce Willis ágætur í hlutverki sem er ekki líkt honum. Leikstjórn Rob Reiner er fín miðað við gamanmynd. Ef þið hafið ekki séð North, mæli ég með að þið leitið að henni og gefið henni séns. Hún kemur á óvart.
Eftir að hafa séð þessa mynd einu sinni enn á Bíórásinni get ég enn ekki skilið af hverju hún var hökkuð niður af gagnrýnendum og sniðgengin af áhorfendum þegar hún var frumsýnd. Þvert á móti finnst mér North vera ein best heppnaða ádeila síðasta áratugar, þó svo hún gefist aðeins upp í lokin og veikir þar með gagnrýnina aðeins. Elijah Wood er heillandi sem ungpilturinn North. North er vel gefinn, hæfileikaríkur, kurteis, yfir höfuð fyrirmyndarbarn sem flestir foreldrar væru fegnir að eiga. En foreldrum piltsins (Julia Louis-Dreyfuss og Jason Alexander) virðist vera alveg sama um hann, og svo fer að North fær leyfi yfirvalda til að yfirgefa þau og hefja leit að nýjum foreldrum. Sú leit leiðir North um heim allan en aldrei er hann fyllilega ánægður, og á leiðinni vakir yfir honum nokkurs konar verndarengill (Bruce Willis) sem reynir að vísa honum rétta leið. Rob Reiner er kannski ekki að leikstýra sinni bestu mynd, en North er engu að síður fyndin, skörp og hjartnæm allt í senn. Ekki skaðar fjölbreyttur leikarahópur (Kathy Bates, Dan Aykroyd, Jon Lovitz, o.fl.). Þetta er hiklaust mynd sem á skilið annað tækifæri til að sanna sig.