Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

North 1994

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Ever wonder what your life would be like with different parents? A boy named North did.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
Rotten tomatoes einkunn 27% Audience

Hinn ellefu ára gamli North er búinn að fá nóg af foreldrum sínum. Þau eru alltaf upptekin í vinnunni, og veita North ekki þá athygli sem hann þarfnast, þannig að hann höfðar mál á hendur þeim. Dómarinn úrskurðar að North skuli annað hvort finna sér nýja foreldra eða snúa aftur til sinna eigin foreldra innan tveggja mánaða. North fer nú í óborganlega... Lesa meira

Hinn ellefu ára gamli North er búinn að fá nóg af foreldrum sínum. Þau eru alltaf upptekin í vinnunni, og veita North ekki þá athygli sem hann þarfnast, þannig að hann höfðar mál á hendur þeim. Dómarinn úrskurðar að North skuli annað hvort finna sér nýja foreldra eða snúa aftur til sinna eigin foreldra innan tveggja mánaða. North fer nú í óborganlega ferð í kringum heiminn til að finna foreldra sem vilja láta sér annt um hann. ... minna

Aðalleikarar


North er alveg fín skemmtun með góðum leikurum í fínum hlutverkum. Elijah Wood er góður sem North sjálfur og skemmtileg persónan sem hann leikur. Svo eru leikarar á borð við Jason Alexander og Julia Louis-Dreyfus(bæði í Seinfeld) fín sem foreldrar North. Svo er Bruce Willis ágætur í hlutverki sem er ekki líkt honum. Leikstjórn Rob Reiner er fín miðað við gamanmynd. Ef þið hafið ekki séð North, mæli ég með að þið leitið að henni og gefið henni séns. Hún kemur á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa séð þessa mynd einu sinni enn á Bíórásinni get ég enn ekki skilið af hverju hún var hökkuð niður af gagnrýnendum og sniðgengin af áhorfendum þegar hún var frumsýnd. Þvert á móti finnst mér North vera ein best heppnaða ádeila síðasta áratugar, þó svo hún gefist aðeins upp í lokin og veikir þar með gagnrýnina aðeins. Elijah Wood er heillandi sem ungpilturinn North. North er vel gefinn, hæfileikaríkur, kurteis, yfir höfuð fyrirmyndarbarn sem flestir foreldrar væru fegnir að eiga. En foreldrum piltsins (Julia Louis-Dreyfuss og Jason Alexander) virðist vera alveg sama um hann, og svo fer að North fær leyfi yfirvalda til að yfirgefa þau og hefja leit að nýjum foreldrum. Sú leit leiðir North um heim allan en aldrei er hann fyllilega ánægður, og á leiðinni vakir yfir honum nokkurs konar verndarengill (Bruce Willis) sem reynir að vísa honum rétta leið. Rob Reiner er kannski ekki að leikstýra sinni bestu mynd, en North er engu að síður fyndin, skörp og hjartnæm allt í senn. Ekki skaðar fjölbreyttur leikarahópur (Kathy Bates, Dan Aykroyd, Jon Lovitz, o.fl.). Þetta er hiklaust mynd sem á skilið annað tækifæri til að sanna sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2022

Vinsæl vinátta, von og tilfinningar

Berdreymi, nýja íslenska myndin sem er, samkvæmt leikstjóranum Guðmundi Arnari Guðmundsyni, saga um vináttu, von og flóknar tilfinningar, er aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Hún skákar þann...

19.04.2022

Töfrar héldu fast í toppsætið

Toppmynd síðustu viku, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, heldur sæti sínu á íslenska bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna. Næstum þrjú þúsund manns lögðu leið sína í bíó um helgina að sjá myndina. Ei...

14.04.2022

Æðisgengin reið á hvítu hrossi

Tvær sérstaklega áhugaverðar og spennandi kvikmyndir bætast í bíóflóruna nú um helgina sem þýðir að úrvalið af kvikmyndum í bíó um Páskahelgina verður í einu orði sagt frábært! Allir ættu að geta fundið ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn