Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jersey Boys 2014

Frumsýnd: 8. ágúst 2014

Everybody remembers it how they need to.

134 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Jersey Boys fjallar um stofnun, uppgang og að lokum lok samstarfs rokkgrúppunnar The Four Seasons á sjöunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin The Fours Seasons kom fram á sjónarsviðið árið 1960 og sló fljótlega í gegn með frábærum lögum sem lifa enn góðu lífi og hafa haldið nafni sveitarinnar hátt á lofti allar götur síðan. Jersey Boys eftir Clint... Lesa meira

Jersey Boys fjallar um stofnun, uppgang og að lokum lok samstarfs rokkgrúppunnar The Four Seasons á sjöunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin The Fours Seasons kom fram á sjónarsviðið árið 1960 og sló fljótlega í gegn með frábærum lögum sem lifa enn góðu lífi og hafa haldið nafni sveitarinnar hátt á lofti allar götur síðan. Jersey Boys eftir Clint Eastwood er byggð á samnefndum söngleik og sögu ungu mannanna sem skipuðu The Four Seasons og urðu heimsfrægir í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar. Um leið þurftu þeir að glíma bæði við það góða sem frægðinni fylgdi og það slæma. Söngleikurinn, sem var frumsýndur á Broadway árið 2005 og hlaut m.a. fern Tony-verðlaun, hefur síðan verið settur upp víða um lönd, þar á meðal í West End í London, Hollandi, Kanada, Suður-Afríku, Ástralíu og Singapore og hefur alls staðar notið gríðarlegra vinsælda enda afar skemmtilegur. The Four Seasons og forsöngvari þeirra, Frankie Valli, átti marga stórsmelli og má þar nefna lög eins og Big Girls Don’t Cry, Sherry, December 1963 (Oh, What A Night), My Eyes Adored You, Stay, Can’t Take My Eyes Off You, Working My Way Back to You, Walk Like a Man, Candy Girl, Ain’t That a Shame og Rag Doll.... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.05.2015

Leikur Obama á fyrsta stefnumótinu

Parker Sawyers hefur verið ráðinn til að leika Barack Obama Bandaríkjaforseta í myndinni Southside With You, en myndin fjallar um tilhugalíf forsetahjónanna, Barack og Michelle Obama. Tika Sumpter leikur Michelle. Myndin segir frá hinu viðburðaríka stefnumóti árið 1989, þegar ungur l...

07.08.2014

Jersey Boys frumsýnd á föstudag

Föstudaginn 8. ágúst verður nýjasta mynd Clint Eastwood frumsýnd hér á landi. Um er að ræða myndina Jersey Boys, en hún er um hljómsveitina The Four Seasons og er byggð á samnefndum söngleik sem var frumsýndur árið ...

06.07.2014

Tammy sigrar ekki Transformers

Búist er við að spennutryllirinn Transformers: Age of Extinction verði tekjuhæsta bíómynd helgarinnar í Bandaríkjunum með 35 - 36 miljónir Bandaríkjadala í tekjur föstudag til sunnudags, og 53 milljónir dala miðvikudag til s...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn