Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Richard Pryor leikur hér titilpersónuna Montgomery Brewster, hafnaboltaleikmann sem fær skyndilega í arf 300 milljónir dollara en sá böggull fylgir skammrifi að hann þarf að eyða 30 milljónum á einum mánuði áður en hann fær rétta arfinn. Myndin er ágæt en því miður er endirinn hálfskrítinn, eins og það vantaði eitthvað. Þó er fyrri helmingurinn fjörugur og skemmtilegur og eru atriðin þegar okkar einlægur fer af stað að sækja rétta arfinn alveg verulega kraftmikil augnablik. Í heild fær myndin frá mér tvær og hálfa stjörnu og það má ekki miklu muna að hún fái þrjár.
Létt fyrir alla familíuna gamanmynd um blökkumann einn sem þarf að eyða 30 milljónum dollara í vitleysu á 30 dögum til þess að fá 300 milljónir dollara í arf eftir heldur betur sérvitran frænda sinn. Skemmtileg og fyndin á stöku stað.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Roy Chiao, George Barr McCutcheon
Kostaði
$20.000.000
Tekjur
$45.833.132
Aldur USA:
PG