The Angriest Man In Brooklyn (2014)
"Everyone has a bad day. Henry has one every day."
Robin Williams leikur hér hinn önuga og grautfúla Henry Altmann sem enginn man hvenær átti síðast góðan dag enda alltaf með allt á hornum sér.
Bönnuð innan 12 ára
Kynlíf
Fordómar
BlótsyrðiSöguþráður
Robin Williams leikur hér hinn önuga og grautfúla Henry Altmann sem enginn man hvenær átti síðast góðan dag enda alltaf með allt á hornum sér. Afleiðingarnar eru þær að hjónaband hans er fyrir löngu farið í vaskinn, sambandið við ættingjana orðið meira en sundurryðgað og vinina sem hann á eftir er hægt að telja á einum fingri annarrar handar. Dag einn á heimleið úr vinnu lendir Henry í árekstri og ákveður að koma við á læknastöð til að láta líta á sig. Þar er hann með eintóma stæla og leiðindi eins og venjulega og er svo óheppinn að sú sem skoðar hann, dr. Sharon Gill, er líka í vondu skapi vegna þess að kötturinn hennar datt út um gluggann fyrr um morguninn og dó. Samskiptum þeirra lýkur á því að Sharon segir Henry í bræði yfir framkomu hans að sennilega eigi hann ekki nema um 90 mínútur ólifaðar. Þessar fréttir leiða til þess að Henry ákveður að kippa lífi sínu í liðinn og bæta fyrir allt það slæma sem hann hefur gert og komið til leiðar. En hvað geta menn svo sem gert á 90 mínútum?
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar





















