Andri á flandri (2013)
"Allar þáttaraðirnar fjórar"
Það er fátt sem fjölmiðlamanninum ástsæla Andra Frey Viðarssyni er óviðkomandi og því skrýtnara sem það er, því betra.
Öllum leyfðSöguþráður
Það er fátt sem fjölmiðlamanninum ástsæla Andra Frey Viðarssyni er óviðkomandi og því skrýtnara sem það er, því betra. Í þessu eigulega og afar veglega safni er búið að sameina allar fjórar sjónvarpsþáttaraðirnar af flandri Andra um borg, sveitir og útlönd. Hér er að finna hringferð Andra um landið á Litla kút með bolabítinn Tómas sér við hlið, vettvangskannanirnar skemmtilegu um skúmaskot Reykjavíkur og heimsóknina hjartnæmu vestur til Nýja-Íslands. Eins og allir vita eru þetta ekki bara skemmtilegir þættir heldur eru þeir einnig mjög fræðandi á hinn margvíslegasta hátt enda víða komið við og leitað fanga. Andri hefur einstakt lag á að nálgast viðfangsefni sín á þann hátt að áhorfendum finnst eins og þeir séu á staðnum með honum og þeim sem hann hittir á flandrinu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar










