Fólkið í blokkinni
2013
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Lífið er dásamlegt
150 MÍNÍslenska
Vigga er 11 ára stelpa sem býr með fjölskyldu
sinni í blokk á höfuðborgarsvæðinu. Óli bróðir
hennar er hrakfallabálkur sem safnar gæludýrum,
allt frá ánamöðkum að útigangsmönnum,
og er þetta áhugamál hans að gera
mömmu hans, Sjólu, gráhærða. Sara systir
þeirra Viggu og Óla er efni í rammgöldrótta
norn. Pabbinn Tryggvi reynir eins og hann
getur... Lesa meira
Vigga er 11 ára stelpa sem býr með fjölskyldu
sinni í blokk á höfuðborgarsvæðinu. Óli bróðir
hennar er hrakfallabálkur sem safnar gæludýrum,
allt frá ánamöðkum að útigangsmönnum,
og er þetta áhugamál hans að gera
mömmu hans, Sjólu, gráhærða. Sara systir
þeirra Viggu og Óla er efni í rammgöldrótta
norn. Pabbinn Tryggvi reynir eins og hann
getur að forða heimilisfólkinu frá vandræðum
og umfram allt, að halda friðinn.
Hitt fólkið í blokkinni er af öllum toga og
hvert öðru litríkara. Hundfúll húsvörður,
frönsk hefðarfrú, símadama með félagsfælni,
þunglyndur leikari, sjálfshjálpargúrú sem er
kannski engill, flóttamaður frá Rúanda og
margir fleiri.
Allar þessar ólíku manneskjur spila þátt í að
gera líf Viggu og fjölskyldu hennar skrýtið,
fjölbreytt og skemmtilegt. Sögurnar sem
Vigga segir okkur eru sprenghlægilegar en þó
um leið raunsannar, kryddaðar óbeisluðu
ímyndunarafli og hreinskilni.... minna