Anna Nicole
2013
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frægð og frami kostar sitt.
85 MÍNEnska
Sönn saga Önnu Nicole Smith, einstæðrar móður frá Texas, sem varð heimsfræg eftir að hafa verið valin leikfélagi ársins hjá Playboy-tímaritinu. Anna Nicole Smith var fædd í nóvember árið 1967 og hét raunverulega Vickie Lynn Hogan. 15 ára að aldri hætti hún í skóla, fór að vinna á matsölustað, giftist 17 ára gömul og eignaðist... Lesa meira
Sönn saga Önnu Nicole Smith, einstæðrar móður frá Texas, sem varð heimsfræg eftir að hafa verið valin leikfélagi ársins hjá Playboy-tímaritinu. Anna Nicole Smith var fædd í nóvember árið 1967 og hét raunverulega Vickie Lynn Hogan. 15 ára að aldri hætti hún í skóla, fór að vinna á matsölustað, giftist 17 ára gömul og eignaðist son. Hún og eiginmaður hennar, skildu hins vegar að skiptum árið 1987, þegar Vickie átti nokkra mánuði eftir í tvítugt og í kjölfarið flutti hún til Houston ásamt syni sínum. Vickie átti sér alltaf þann draum að verða hin næsta Marilyn Monroe og eftir að hafa um skeið unnið hjá Wal-Mart ákvað hún að hella sér út í nektardans um leið og hún lagði stund á nám í leiklist, söng og fyrirsætustörfum. Árið 1991 ákvað hún að sækja um að komast á síður Playboy og náði brátt athygli Hughs Hefner sem ákvað að gera hana að forsíðustúlku tímaritsins í mars árið 1992. Ljósmyndirnar af henni vöktu óskipta athygli og kveiktu áhuga fjölda þekktra tískufatahönnuða sem minnkaði ekki þegar hún, núna undir nafninu Anna Nicole Smith, var valin Playboy-leikfélagi ársins í janúar árið eftir. Þar með fór ferill hennar á flug og er óhætt að segja að næstu ár hafi verið viðurðarík í lífi hennar, en um leið tekið þann toll að hún lést aðeins fertug að aldri árið 2007 ...... minna