Náðu í appið
As Above, So Below

As Above, So Below (2014)

"The only way out is down."

1 klst 33 mín2014

Nokkrir ungir fornleifafræðinemar ákveða að rannsaka katakombur Parísarborgar og komast að því að þar leynist meira en nokkurt þeirra hélt.

Rotten Tomatoes29%
Metacritic39
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Nokkrir ungir fornleifafræðinemar ákveða að rannsaka katakombur Parísarborgar og komast að því að þar leynist meira en nokkurt þeirra hélt. As Above, So Below gerist í París og segir frá nokkrum ungum fornleifafræðinemum sem hafa ákveðið að rannsaka katakomburnar undir Parísarborg sem byggðar voru á 18. öld og eru jafnframt einhverjar stærstu fjöldagrafir sem vitað er um í heiminum. Grafirnar, sem eru meira en hundrað metrum undir strætum borgarinnar, eru tengdar með göngum sem í allt eru nokkrir kílómetrar að lengd, en það sem nemarnir ungu hafa áhuga á að kanna sérstaklega eru nokkrar hvelfingar sem fáir hafa rannsakað áður. Það þarf auðvitað ekki að spyrja að því að þegar niður í katakomburnar er komið hefst æsileg atburðarás sem fær hárin til að rísa ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Brothers Dowdle Productions
Legendary PicturesUS