Náðu í appið
Devil

Devil (2010)

The Night Chronicles: Devil

"Bad Things Happen For A Reason"

1 klst 20 mín2010

Devil er spennutryllir sem segir frá nokkrum ólíkum og alls ótengdum aðilum sem eiga allir erindi í sömu bygginguna á sama tíma.

Rotten Tomatoes49%
Metacritic44
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Devil er spennutryllir sem segir frá nokkrum ólíkum og alls ótengdum aðilum sem eiga allir erindi í sömu bygginguna á sama tíma. Rannsóknarlögreglumaðurinn Bowden hefur verið sendur þangað vegna sjálfsmorðs sem var framið fyrr um morguninn og er að rannsaka það þegar fimm aðrar manneskjur fara inn í sömu lyftuna. Þessar manneskjur eru öryggisvörðurinn Ben, en hann á að baki ofbeldisfulla fortíð, roskin og stelsjúk kona, dýnusölumaðurinn og fjársvikarinn Vince, fyrrum hermaðurinn Tony og „gullgrafarinn“ Sarah. Lyftan er á leiðinni upp þegar hún stöðvast skyndilega á milli hæða, með þeim afleiðingum að fimmmenningarnir eru pikkfastir. Þegar ljósin slokkna tímabundið og Sarah er blóðguð í myrkrinu fer svo vænisýkin að taka yfir hjá fólkinu. Gagnkvæmt traust er ekkert og fer hver að ásaka hinn um að standa að baki hinna sífellt hræðilegri hluta sem eiga sér stað, en á sama tíma reynir Bowden að koma fólkinu til bjargar með einhverjum leiðum á meðan hann reynir að rannsaka bakgrunn fólksins sem hann fylgist með á eftirlitsmyndavél, en allavega einn þeirra er að fela eitthvað djöfullegt...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
MRCUS
The Night ChroniclesUS
Relativity MediaUS

Gagnrýni notenda (4)

Frekar slöpp...

★★★☆☆

Þessi umfjöllun verður ekki stór né löng. (Afþví að Devil á það ekki skilið)... Ég sá trailerinn og hann lúkkaði frekar vél og svo leið á því að ég sá myndina og þá varð...

★★★★☆

Devil segir frá fimm manns sem festast í lyftu og komast brátt að því að hinn fallni engill Lúsífer leynist á staðnum. En er hann einn fimmmenninganna eða svífur hann bara í kring? Þett...

Langt hangs í lyftu væri skárra

★★☆☆☆

Ef mynd eins og Devil á að virka þá þarf hún að hafa taugatrekkjandi uppbyggingu og í það minnsta persónur sem svæfa mann ekki úr leiðindum. Og vegna þess að hugmyndin er svo einföld ...

Shyamalan er að batna, en samt..

★★★☆☆

(þessi umfjöllun verður ekkert það merkilega stór, því þessi mynd er heldur ekkert það merkileg) Shyamalan er mjög þekktur að hafa gert kolklikkaðar myndir með snarbrjáluðum tvist...