Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frekar slöpp...
Þessi umfjöllun verður ekki stór né löng. (Afþví að Devil á það ekki skilið)...
Ég sá trailerinn og hann lúkkaði frekar vél og svo leið á því að ég sá myndina og þá varð ég fyrir miklum vonbrygðum um hana. Ég gerði ekki miklar væntingar en samt einhverjar. Þegar ég var að horfa á hana þá leiddist mér og hugsaði nærum því allann tímann WTF og hvað er ég að horfa á.
Devil snýst um það að nokkrir fara samann í lyftu og festast, allt í einu fer fólk að deyja allt í góðu með það en svo var hún frekar mjög augljóst hvað var að fara að gerast en samt var hún ekki neitt spennandi og frekar leiðinleg þannig, nei myndin er ekki góð
Einkun 5 (Rétt sleppur)
Þessi umfjöllun verður ekki stór né löng. (Afþví að Devil á það ekki skilið)...
Ég sá trailerinn og hann lúkkaði frekar vél og svo leið á því að ég sá myndina og þá varð ég fyrir miklum vonbrygðum um hana. Ég gerði ekki miklar væntingar en samt einhverjar. Þegar ég var að horfa á hana þá leiddist mér og hugsaði nærum því allann tímann WTF og hvað er ég að horfa á.
Devil snýst um það að nokkrir fara samann í lyftu og festast, allt í einu fer fólk að deyja allt í góðu með það en svo var hún frekar mjög augljóst hvað var að fara að gerast en samt var hún ekki neitt spennandi og frekar leiðinleg þannig, nei myndin er ekki góð
Einkun 5 (Rétt sleppur)
Devil segir frá fimm manns sem festast í lyftu og komast brátt að því að hinn fallni engill Lúsífer leynist á staðnum. En er hann einn fimmmenninganna eða svífur hann bara í kring? Þetta er bara ágætis þriller og nokkuð spennandi. Hefði satt að segja getað orðið mun verri. Hins vegar reynir handritið ekki að gera neitt fyrir persónurnar þó að leikararnir standi sig ekki beint illa þetta er bara svo grunnt. Nema kannski spænski öryggisvörðurinn sem kemur mysteríu myndarinnar í orð, hann sýnir smá lit. Annars er Devil ansi góð og tekst alveg að vera hrollvekjandi og ætti að fá hærri einkunn en tvær og hálfa stjörnu en persónusköpunin er svo ábótavant og einnig er endirinn pínu slappur þannig að ég gef henni ekki meira.
Langt hangs í lyftu væri skárra
Ef mynd eins og Devil á að virka þá þarf hún að hafa taugatrekkjandi uppbyggingu og í það minnsta persónur sem svæfa mann ekki úr leiðindum. Og vegna þess að hugmyndin er svo einföld þá þarf að nýta hana í botn með því að hafa atburðarásina spennandi, óútreiknanlega og allan tímann óþægilega. Áhorfandinn býst síðan við traustri lokafléttu í mynd af þessari tegund svo það skaðar ekki að hafa eina slíka við hendi...
Devil hefur ekkert af þessu, og ef ég myndi segja að endirinn hafi verið bitlausari en hann hefði getað orðið þá væri ég að taka eins vægt til orða og ég gæti.
Ég ætla ekki að rakka niður M. Night Shyamalan alveg strax þar sem hann átti einungis hugmyndina að þessari mynd ásamt því að gegna hlutverki framleiðanda. Hefði hann skrifað handritið eða jafnvel leikstýrt þessu þá myndi ég gefa nafninu hans miðfingurinn (aftur), en svo var ekki. Shyamalan er auðvitað ekkert annað en vondur leikstjóri í dag, en þótt ótrúlegt megi virðast þá er hugmyndin á bakvið Devil nokkuð skemmtileg. Auðvitað er smá Twilight Zone-bragð af þessu, en það þarf ekki að vera slæmur hlutur. Í höndum einhvers sem hefur vit á þrillerum hefði þetta getað skilað einhverju flottu frá sér. Eina sem þurfti var annar leikstjóri, aukavinna á handritið og þá hefði þetta getað verið drungaleg lítil 'whodunit' mynd sem spilar með innilokunarkennd, dýrlegt eðli mannsins og trúleysi.
Í staðinn fengum við bara óspennandi tjöru sem reynir að byggja eitthvað upp en leysist bara upp í þvælu í lokin. Get svosem ekki sagt að myndin hafi gripið mig mikið fyrsta klukkutímann en endirinn sem hún bauð upp á var skelfilega ódýr og ófullnægjandi. Myndin misnotar áhorfendur sína með því að þykjast stefna eitthvert af viti en gerir það ekki. Við fáum bara Disney-legan boðskap (sem komst meira að segja miklu betur til skila í Spy Kids 3. Ái!) og smá predikun með. Ef Shyamalan hefði skrifað handritið einn hefði ég haldið að hann væri viljandi að svindla á okkur til að hefna sín á því sem sagt var um hann eftir The Last Airbender...
Ekki sóa krónu í þessa mynd. Hún mun bara fara í taugarnar á þér því þú munt hugsa hvernig hugmyndin hefði getað nýst betur. Svo færðu ekkert annað en örfáa áhrifaríka hljóðeffekta. En ef það er nóg fyrir þig þá skaltu ekki láta mig stoppa þig frá því að sjá þessa mynd. En hún er næstum því jafn leiðinleg og The Happening. Pælið aðeins í þeim orðum.
3/10
Ef mynd eins og Devil á að virka þá þarf hún að hafa taugatrekkjandi uppbyggingu og í það minnsta persónur sem svæfa mann ekki úr leiðindum. Og vegna þess að hugmyndin er svo einföld þá þarf að nýta hana í botn með því að hafa atburðarásina spennandi, óútreiknanlega og allan tímann óþægilega. Áhorfandinn býst síðan við traustri lokafléttu í mynd af þessari tegund svo það skaðar ekki að hafa eina slíka við hendi...
Devil hefur ekkert af þessu, og ef ég myndi segja að endirinn hafi verið bitlausari en hann hefði getað orðið þá væri ég að taka eins vægt til orða og ég gæti.
Ég ætla ekki að rakka niður M. Night Shyamalan alveg strax þar sem hann átti einungis hugmyndina að þessari mynd ásamt því að gegna hlutverki framleiðanda. Hefði hann skrifað handritið eða jafnvel leikstýrt þessu þá myndi ég gefa nafninu hans miðfingurinn (aftur), en svo var ekki. Shyamalan er auðvitað ekkert annað en vondur leikstjóri í dag, en þótt ótrúlegt megi virðast þá er hugmyndin á bakvið Devil nokkuð skemmtileg. Auðvitað er smá Twilight Zone-bragð af þessu, en það þarf ekki að vera slæmur hlutur. Í höndum einhvers sem hefur vit á þrillerum hefði þetta getað skilað einhverju flottu frá sér. Eina sem þurfti var annar leikstjóri, aukavinna á handritið og þá hefði þetta getað verið drungaleg lítil 'whodunit' mynd sem spilar með innilokunarkennd, dýrlegt eðli mannsins og trúleysi.
Í staðinn fengum við bara óspennandi tjöru sem reynir að byggja eitthvað upp en leysist bara upp í þvælu í lokin. Get svosem ekki sagt að myndin hafi gripið mig mikið fyrsta klukkutímann en endirinn sem hún bauð upp á var skelfilega ódýr og ófullnægjandi. Myndin misnotar áhorfendur sína með því að þykjast stefna eitthvert af viti en gerir það ekki. Við fáum bara Disney-legan boðskap (sem komst meira að segja miklu betur til skila í Spy Kids 3. Ái!) og smá predikun með. Ef Shyamalan hefði skrifað handritið einn hefði ég haldið að hann væri viljandi að svindla á okkur til að hefna sín á því sem sagt var um hann eftir The Last Airbender...
Ekki sóa krónu í þessa mynd. Hún mun bara fara í taugarnar á þér því þú munt hugsa hvernig hugmyndin hefði getað nýst betur. Svo færðu ekkert annað en örfáa áhrifaríka hljóðeffekta. En ef það er nóg fyrir þig þá skaltu ekki láta mig stoppa þig frá því að sjá þessa mynd. En hún er næstum því jafn leiðinleg og The Happening. Pælið aðeins í þeim orðum.
3/10
Shyamalan er að batna, en samt..
(þessi umfjöllun verður ekkert það merkilega stór, því þessi mynd er heldur ekkert það merkileg)
Shyamalan er mjög þekktur að hafa gert kolklikkaðar myndir með snarbrjáluðum tvistum (eða hann hefur gert tvær þannig allveganna...SNARKLIKKAÐAR). En svo eftir þriðju myndina hans, The Signs, þá byrjaði hann að dofna og svo fór hann að sjúga typpi. Loksins, eftir langa bið, þá er hann búin að skrifa eitthvað sem maður verður ekki godfokking - pirraður af. Devil er kannski skásta myndin hans alveg frá The Village (hún var ekki léleg, allavegana mér fannst hún fín), þessi mynd er í alvörunni ekkert spes en ég er að spá í því að vera örlátur því að maðurinn er bara búin að gera of mikið af drasli.
Myndin hefur kosti en hún hefur líka galla, ekki marga galla en þeir eru frekar stórir. Ef maður á að nefna eitthvað um kosti, þá hefur hún mjög fínar tökur, flottan stíl, sum góð krípí atriði (ég endurtek: sum, semsagt nokkur) og er með spennu. En gallarnir eru stórir: Þunnar persónur, sumir leikararnir voru svo ósammfærandi að það var því miður ekki fyndið og hún er klisja. Ég er að tala um persónur sem maður hafði enga samhúð fyrir, ég hef meiri samhúð fyrir kústinum mínum heldur en þau. En það voru nokkrir leikarar sem ég hef eitthvað gott að segja um. Eins og maður sem lék "ónefnda"-manninn í myndinni, hann stóð frekar uppúr svo er það Jenny O'Hara (eitt atriði sem að hún stendur frekar mikið uppúr), svo voru það leikarar sem voru ekki í langan tíma.
Annars er þetta alveg skemmtileg mynd, alveg ágæt kvöldmynd, en samt eitt (bara svona varúð), fyrir þá sem eru að leika af einnhverri brjálaðari hryllingsmynd, þá eru þið ekki á réttum stað. Myndin passar rétt svo fyrir skínku-hópinn, en þessi mynd er PG-13, hvernig í fokkanum ætlaru að segja ehv klikkað úr því (Harry Potter 7 Part 1)?
Horfið bara á Sixth Sense, hún er betri.
6/10 - Engin spes sexa
(þessi umfjöllun verður ekkert það merkilega stór, því þessi mynd er heldur ekkert það merkileg)
Shyamalan er mjög þekktur að hafa gert kolklikkaðar myndir með snarbrjáluðum tvistum (eða hann hefur gert tvær þannig allveganna...SNARKLIKKAÐAR). En svo eftir þriðju myndina hans, The Signs, þá byrjaði hann að dofna og svo fór hann að sjúga typpi. Loksins, eftir langa bið, þá er hann búin að skrifa eitthvað sem maður verður ekki godfokking - pirraður af. Devil er kannski skásta myndin hans alveg frá The Village (hún var ekki léleg, allavegana mér fannst hún fín), þessi mynd er í alvörunni ekkert spes en ég er að spá í því að vera örlátur því að maðurinn er bara búin að gera of mikið af drasli.
Myndin hefur kosti en hún hefur líka galla, ekki marga galla en þeir eru frekar stórir. Ef maður á að nefna eitthvað um kosti, þá hefur hún mjög fínar tökur, flottan stíl, sum góð krípí atriði (ég endurtek: sum, semsagt nokkur) og er með spennu. En gallarnir eru stórir: Þunnar persónur, sumir leikararnir voru svo ósammfærandi að það var því miður ekki fyndið og hún er klisja. Ég er að tala um persónur sem maður hafði enga samhúð fyrir, ég hef meiri samhúð fyrir kústinum mínum heldur en þau. En það voru nokkrir leikarar sem ég hef eitthvað gott að segja um. Eins og maður sem lék "ónefnda"-manninn í myndinni, hann stóð frekar uppúr svo er það Jenny O'Hara (eitt atriði sem að hún stendur frekar mikið uppúr), svo voru það leikarar sem voru ekki í langan tíma.
Annars er þetta alveg skemmtileg mynd, alveg ágæt kvöldmynd, en samt eitt (bara svona varúð), fyrir þá sem eru að leika af einnhverri brjálaðari hryllingsmynd, þá eru þið ekki á réttum stað. Myndin passar rétt svo fyrir skínku-hópinn, en þessi mynd er PG-13, hvernig í fokkanum ætlaru að segja ehv klikkað úr því (Harry Potter 7 Part 1)?
Horfið bara á Sixth Sense, hún er betri.
6/10 - Engin spes sexa
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
M. Night Shyamalan, Brian Nelson
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
www.thenightchronicles.com/devil
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
31. desember 2010
Útgefin:
24. mars 2011