Náðu í appið
Ein stór fjölskylda

Ein stór fjölskylda (1995)

One Family

"Það er flott að lifa á kreditkorti ... sérstaklega flott ... ef þú þarft ekki að borga"

1 klst 18 mín1995

Myndin gerist í Reykjavík og segir frá misheppnuðu sambandi Jónasar Þórs við dekurdósina Maríu.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Myndin gerist í Reykjavík og segir frá misheppnuðu sambandi Jónasar Þórs við dekurdósina Maríu. Þau búa í kjallara hjá vel stæðum foreldrum Maríu. Jónas er sölumaður í útflutningsfyrirtæki sem faðir Maríu rekur. Hann er undir oki tengdaföður síns sem lætur hann vinna í fyrirtækinu á of lágum launum. Móðir Maríu notar hann við heimilisstörfin og María gerir lítið annað en að niðurlægja hann. Jónas ákveður að slíta sambandinu við Maríu og flytja út frá fjölskyldunni ásamt hundinum sínum Lilju Rós. Hann leigir sér lítið herbergi úti í bæ og fer að lifa lífinu á krítarkorti tengdaföðurs síns.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar