Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Heavenly Creatures 1994

Frumsýnd: 16. nóvember 1994

Not all angels are innocent.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 86
/100

Myndin er byggð á sannri sögu af þeim Juliet Hulme og Pauline Parker, nánum vinkonum sem báðar höfðu ástríðu fyrir ævintýrum og bókmenntum. Þær leggja á ráðin um að myrða móður Pauline þegar hún reynir að binda enda á ákaft og þráhyggjukennt samband vinkvennanna.

Aðalleikarar


Djöfullinn maður er þetta snúin mynd. Vandræðaleg, óvæntanleg, fyndin? og líka mjög skritilega leykstúrð. Söguþráðurinn er góður en parturinn með að stelpurnar vera lesbíur er of fyrirsjáanlegur. Peter Jackson hefur alltaf verið snillingur....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Heavenly Creatures er stórkostleg mynd í alla staði. Hún er byggð á sannri sögu um tvær vinkonur Juliet Hulme ( Kate Winslet ) og Pauline Parker ( Melanie Lynskey ) sem smám saman missa tökin á lífinu, og búa hálfpartinn í fantasíu heimi. Foreldrar þeirra fara að taka málin alvarlegum augum og aðskilja þau. Þær tvær voru byggðar svo sterkum vinaböndum að það var ekki hægt að skilja þau að, og endar það hræðilega. Þessi mynd er algjört meistaraverk að mínu mati. Hreinlega allt er fullkomið við myndina, leikurinn er mjög góður, kvikmyndatakan frábær, handritið mjög gott, leikstjórnin stórkostleg, myndin er fyndin, mögnuð, tónlistin hentar myndinni fullkomlega, og síðast en ekki síst er myndin mjög gróf og nær heljartaki á manni í endanum. Ég skammast mín nú bara fyrir að hafa haft litlar vonir til myndarinnar. Svo var maarr í hálfgerðu sjokki eftir myndina, hún var svo fjári spennandi, og endirinn, það er ótrúlegt að þetta hafi virkilega gerst. En snillingurinn á bakvið þetta allt saman er sjálfur Peter Jackson sem snilldarlega kemur myndinni á hvíta tjaldið og skrifar sjálfur handritið. Maðurinn hefur hreinlega ekki stigið feilspor á sínum ferli. Það er ekki á hverjum degi sem maarr sér svona myndir, og ég hvet alla sem ekki hafa séð hana að leigja hana sem fyrst. Meistaraverk!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Peter Jackson er einlægur aðdáandi kvikmynda og þess vegna tekst honum svona vel upp að gera þær. Eftir að hafa séð Heavenly Creatures aftur verð ég bara að segja að ég treysti honum fullkomnlega fyrir Lord of the Rings seríunni. Kate Winslet og Melanie Lynskey eru alveg stórkostlegar í aðalhlutverkunum sem tvær unglingsstúlkur sem mynduðu með sér svo sterkt samband að það eina sem gat tvístrað þeim var morð. Myndataka Jacksons er yndisleg, handritið er frábært, leikurinn með eindæmum og frábær stíll Jacksons er ógleymanlegur. Jackson nær hér að gera mjög áhrifaríka og góða mynd sem mun vera föst í mér í langan tíma. Frábær mynd, ef ekki fullkomin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.08.2020

25 ómissandi hinsegin kvikmyndir

Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En h...

31.12.2011

Kvalafyllstu dauðdagar allra tíma!

Það er ekki leiðinlegt að enda árið á enn einum tryllta topplistanum, sem að þessu sinni mætti kalla tröllvaxna Notenda-Tíu. Núna er innihald listans ekki byggt alfarið á skoðunum mínum heldur hef ég safnað saman ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn