Masterminds
2015
Frumsýnd: 28. október 2016
What Would You Do With 17 Million?
94 MÍNEnska
34% Critics 47
/100 Eftir að öryggisvörðurinn David Scott Ghantt fremur bíræfið peningarán tekst honum að komast undan yfirvöldum í undarlega langan tíma um leið og hann og samverkafólk hans lifir sannkölluðu lúxuslífi þeirra sem vita ekki aura sinna tal. Myndin sækir innblásturinn í svokallað Loomis Fargo-rán sem átti sér stað að kvöldi 4. október árið 1997 í bænum... Lesa meira
Eftir að öryggisvörðurinn David Scott Ghantt fremur bíræfið peningarán tekst honum að komast undan yfirvöldum í undarlega langan tíma um leið og hann og samverkafólk hans lifir sannkölluðu lúxuslífi þeirra sem vita ekki aura sinna tal. Myndin sækir innblásturinn í svokallað Loomis Fargo-rán sem átti sér stað að kvöldi 4. október árið 1997 í bænum Charlotte í Norður Karólínuríki Bandaríkjanna. Öryggisverðinum David Scott Ghantt tókst þá að hafa á brott með sér heilar 17,3 milljónir dollara (um 27 milljónir á núvirði) í peningum úr peningageymslu öryggisfyrirtækisins sem hann vann hjá, Loomis Fargo, en peningarnir voru í eigu banka og því var ránið tæknilega séð bankarán. Lögreglunni varð strax ljóst hver hafði verið að verki enda sást ræninginn vel á öryggismyndavélum. Daginn eftir hófst umfangsmikil leit að David og samverkafólki hans sem óhætt er að segja að hafi hagað sér undarlega með allar þessar milljónir dollara í vösunum.... minna