Næst hjá Michael Mann

Leikstjórinn virti Michael Mann ( Ali , The Insider ) er með nýja mynd í smíðum. Er hún byggð á bókinni 3000 Degrees: The True Story of a Deadly Fire and the Men Who Fought It, eftir Sean Flynn. Hún var síðan aftur byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Worchester í Massachusetts árið 1999. Heimilislaust par lenti í rifrildi og kveiktu í vöruhúsi, en hann orsakaði m.a. dauða sex slökkviliðsmanna. Aðstandendur þeirra látnu eru reyndar alveg á móti gerð myndarinnar, en Mann hyggst engu að síður halda áfram við gerð hennar. Handritið er skrifað af Scott Silver 8 Mile.