Nándarbann vegna COVID-19

Samkvæmt fréttum í breska blaðinu The Daily Mail, sem vitnar í frétt í The Sun, þá segir í nýrri skýrslu frá stéttarfélagi klippara í kvikmyndaiðnaðinum, að atriði þar sem fólk á í nánum samskiptum, þurfi að vera endurskrifuð, hætta þarf við þau, eða að notaðar verði tæknibrellur ( CGI ) til að búa þau til.

Of mikil nánd hjá Tarzan og Jane.

Nauðsynlegt verður að nota grímur og annan verndarfatnað á tökustað.  Við upptökur á sjónvarpsþáttum mega áhorfendur ekki vera í sal. Allt er þetta gert útaf kórónuveirufaraldrinum.

Fólk sem sérhæfir sig í að ráða leikara, og leikarar í prufum, þurfa að starfa bakvið þil úr plexigleri.

Þá verður sérstakur kórónuvírusfulltrúi viðstaddur tökur og prufur.

Kvikmynda – og sjónvarpsiðnaðurinn í Hollywood mun þann 12. júní nk. halda áfram þar sem frá var horfið þegar vírusfaraldurinn fór af stað. Því hefur verið beint til kvikmyndagerðarmanna að halda tveggja metra reglunni.

Kórónuveiran geisar enn á þessum slóðum, en í Hollywood og nágrenni létust 44 úr COVID-19 síðastliðinn fimmtudag, þann 4. Júní, og 1.469 ný veirusmit voru greind.

Samtals hafa 59.650 kórónuveirusmit verið greind í Los Angeles sýslu, og 2.500 hafa látist af völdum veirunnar í sýslunni.

126.300 veirusmit hafa verið greind í Kaliforníu, og 4.500 hafa látið lífið í ríkinu.

Stikk: