Napoleon Dynamite (2004)

Umfjöllunin þennan föstudaginn verður um grínmyndina Napoleon Dynamite frá árinu 2004. Það kostaði einungis um 400 þúsund dollara að gera þessa kvikmynd og ásamt því fékk aðalleikarinn Jon Heder einungis þúsund dollara fyrir sitt framlag fyrst um sinn. Þetta er allavega uppáhalds mynd margra og ein af þessum myndum sem er hægt að horfa á aftur og aftur.

Napoleon Dynamite (Jon Heder) eignast vin í Pedro (Efren Ramirez). Þeir hjálpast að við framboð Pedro til forseta skólans sem þeir stunda nám við, lenda í skemmtilegum aðstæðum og stunda fyndnar samræður.

Bærinn Preston, í Idaho, inniheldur athyglisverðar og skemmtilegar persónur. Eldri bróðir aðal persónunnar, Napoleon Dynamite, heitir Kip og er leikinn af Aaron Ruell. Hann stundar spjallsíðurnar af krafti og á kærustu að nafni Lafawnduh. Ásamt þessu tvíeyki birtist Uncle Rico (Jon Gries), hann vill komast aftur til ársins 1982 til að breyta rétt, komast í NFL deildina og vera meiri maður peningalega séð en hann er í dag. Jon Heder sem Napoleon Dynamite er algjörlega frábær, leikurinn er besta frammistaða Jon Heder að margra mati. Myndinni er svo leikstýrt af Jared Hess en þetta var fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði. Napoleon Dynamite sem kvikmynd er þó byggð á stuttmynd að nafni Peluca sem Jon Heder leikur aðalhlutverkið í og Jared Hess gerði. Klipping myndarinnar er heldur sérstök. Hún er auðvitað klippt sem kvikmynd, maður fylgir sögunni og veit alltaf hvað er að gerast en það er líkt oNapoleon-Dynamiteg það komi grínatriði á fætur öðru með engu á milli. Bæði gerir myndin þetta sjálfkrafa sem frábær grínmynd, en klippingin sjálf hefur mikið að segja og á hún þátt í þessum sérstaka stíl sem er út myndina.

Nær allir kvikmyndaáhugamenn vita hvaða kvikmynd þetta er og á hún gott sæti í grínheiminum. Margar samræður vina hafa eflaust verið byggðar á orðaforða þessarar myndar, enda frábær ræma. Góða helgi!