Íslenska spennumyndin Napóleonsskjölin, sem gerð er eftir samnefndri sögu Arnaldar Indriðasonar, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Tekjur af sýningu myndarinnar námu 8,3 milljónum króna um síðustu helgi og eru heildartekjur nú orðnar rúmar 28 milljónir króna.
Tekjur myndarinnar í öðru sæti, Villibráðar, voru 5,2 milljónir en heildartekjur hennar eru nú komnar upp í 91,6 milljónir króna.
Þriðja sæti aðsóknarlistans er svo skipað Kardimommubænum, teiknimynd gerðri eftir hinni ástsælu sögu Torbjorns Egner.
Nýjar í 6. – 8. sæti
Nýju myndirnar þrjá, Magic Mike´s Last Dance, Knock at the Cabin og afmælisútgáfan af Titanic, röðuðu sér í 6. – 8. sæti listans.
Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: