Nicole Kidman stillir til friðar – Fyrsta Kitla úr Grace of Monaco!

Fyrsta kitlan er komin fyrir sannsögulegu myndina Grace of Monaco með Nicole Kidman í titilhlutverkinu, hlutverki Grace, furstaynju af Mónakó.

grace-620x348

Handrit skrifar Arash Amel en myndin fjallar um störf fyrrum Hollywood stjörnunnar og síðar furstaynju af Mónakó, Grace Kelly, á bakvið tjöldin til að reyna að koma í veg fyrir stríð á milli Frakklands og Mónakó. Rainer prins III, eiginmaður Grace, og forseti Frakklands, Charles de Gaulle, áttu í pólitískum deilum og innrás Frakka í landið var yfirvofandi.

Grace beitti ekki átökum eða njósnum, heldur samtölum þar sem hún sannfærði de Gaulle, um endurbætur á skattkerfinu.

Leikstjóri myndarinnar er Olivier Dahan, sem gerði La Vie en Rose. Þetta er bráðfalleg kitla og góður forsmekkur af því sem koma skal.

Myndin verður frumsýnd í nóvember nk. bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Með önnur helstu hlutverk fara Roger Ashton-Griffiths, Robert Lindsay, Paz Vega, Geraldine Somerville, Tim Roth, Frank Langella, Parker Posey og Milo Ventimiglia.