Heimildir kvikmyndaritsins Variety herma að næsta mynd Interstellar leikstjórans Christopher Nolan verði Dunkirk, og hann muni bæði skrifa handrit myndarinnar og leikstýra.
Jafnframt segja heimildir ritsins að leikararnir Mark Rylance, Kenneth Branagh og Tom Hardy eigi nú þegar í viðræðum um að leika í myndinni.
Nolan mun framleiða myndina einnig ásamt eiginkonu sinni Emma Thomas, en þau hjónin hafa lengi starfað saman að framleiðslu bíómynda.
Myndin fjallar um hina goðsagnakenndu björgun hermanna bandamanna frá hinni frönsku borg Dunkirk í Seinni heimsstyrjöldinni.
Nolan hefur nú þegar, ásamt ráðningardeild sinni, hafið formlega leit að ungmennum í helstu hlutverk í London.
Myndin verður frumsýnd 21. júlí 2017. Tökur hefjast í maí nk.