Zimmer og Nolan saman í sjöttu myndinni – Dunkirk

zimmer nolanÞað kemur líklega fáum á óvart, en kvikmyndatónskáldið Hanz Zimmer hefur verið ráðinn til að skrifa tónlist fyrir næstu mynd leikstjórans Christopher Nolan, Dunkirk.

Þetta er staðfest á vefsíðunni Hans-Zimmer.com.

 

Aðdáendur Zimmer og Nolan ættu að fagna þessu, enda hefur tónlist tónskáldsins sett mikinn svip á myndir Nolan í gegnum tíðina.

Dunkirk verður frumsýnd 21. júlí 2017, en tökur byrja í maí á þessu ári í Frakklandi.

Þetta er sjötta myndin sem þeir Nolan og Zimmer vinna að saman, en hinar myndirnar eru The Dark Knight þrílógían Inception og Interstellar.