Nolan í stríði í Dunkirk – Fyrsta kitla!

Fyrsta kitla er komin út fyrir nýjustu mynd The Dark Knight og Inception leikstjórans Christopher Nolan, en það er óhætt að segja að myndarinnar, Dunkirk, sé beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda á Nolan traustan aðdáendahóp um allan heim.

dunkirk

Hingað til hefur ekki mikið frést af myndinni, nema að tökur standi yfir í Frakklandi og að einn söngvari strákahljómsveitarinnar One Direction, Harry Styles, fari með hlutverk í myndinni.

Myndin fjallar um Operation Dynamo árið 1940, þegar næstum 340 þúsund hermenn bandamanna voru frelsaðir úr sjálfheldu Nasista.

Kíktu á þetta fyrsta sýnishorn úr myndinni hér fyrir neðan, en með önnur helstu hlutverk í myndinni fara Tom Hardy, Kenneth Branagh, Cillian Murphy, Fionn Whitehead, Aneurin Barnard, James D’Arcy, Jack Lowden, Barry Keoghan og Tom Glynn-Carne.

Myndin kemur í bíó 21.júlí, 2017.