Noomi leikur sjöbura

noomiNoomi Rapace hefur skrifað undir samning um að leika í mynd Hansel & Gretel: Witch Hunters leikstjórans Tommy Wirkola í myndinni What Happened To Monday?

Handritið er skrifað af Max Botkin. Rapace leikur öll hlutverk sjöburasystra, sem reyna eins og þær geta að vera í felum í heimi sem er orðinn yfirfullur af fólki og einungis er leyfilegt að eignast eitt barn. Ef önnur börn fæðast eru þau send í útlegð.

Deadline vefritið segir að Wirkola hafi upphaflega séð söguhetjuna fyrir sér sem karlkyns en … „Ég var heillaður af flækjustiginu af að láta einn leikara leika sjö persónur, og ég vissi að Noomi hentaði fullkomlega í þetta,“ sagði Wirkola í yfirlýsingu.

Rapace, sem sló í gegn í myndinni Karlar sem hata konur, sést næst í myndunum Child 44 og Animal Rescue.

Næsta mynd Wirkola, er Dead Snow: Red Vs. Dead.